Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lesa á af rafmagnsmælum fyrirtækja um hver mánaðamót á meðan allt er meira og minna í lamasessi vegna kórónuveirunnar.
Lesa á af rafmagnsmælum fyrirtækja um hver mánaðamót á meðan allt er meira og minna í lamasessi vegna kórónuveirunnar.
Mynd / Orka heimilanna
Fréttir 6. apríl 2020

Mikilvægt að lesa af rafmagnsmælum vegna ástandsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Orka heimilanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem rekstraraðilar minni fyrirtækja sem greiða rafmagn eftir áætlun og hafa hætt eða dregið verulega úr starfsemi, til að lesa af rafmagnsmælum og skila inn álestri einu sinni í mánuði á meðan COVID- 19 ástandið varir.

„Það eru fordæmalausar tímar og margir atvinnurekendur horfa fram á rekstrarerfiðleika vegna versnandi efnahagsaðstæðna. Margir hafa dregið verulega úr starfsemi eða jafnvel lokað alveg. Flest minni fyrirtæki greiða rafmagn eftir áætlun.

Bjarni Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Orku heimilanna.

Við viljum hvetja eigendur fyrirtækja sem eru í þessari stöðu til þess að lesa af rafmagnsmælum núna og svo um hver mánaðamót á meðan ástandið varir. Þannig kemur rafmagnsreikningur til með að lækka í hlutfalli við minni starfsemi. Álestrum er skilað inn til dreifiveitna á vefsíðum þeirra. Ef það er ekki gert fá fyrirtæki áfram reikninga eftir áætlun sem miðar við fulla starfsemi,“ segir Bjarni Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Orku heimilanna, um leið og hann bætir því við að starfsmenn fyrirtækisins séu ávallt tilbúnir að svara spurningum sem upp geta komið. 

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...