Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít
Fréttir 20. september 2018

Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir tveimur árum gekk álíka stór fellibylur yfir Norður-Karólínu og gekk yfir ríkið fyrir stuttu. Fyrir utan mannfall urðu þúsundir búfjár fellibylnum að bráð. Auk þess sem fellibylurinn þá og núna dreifði milljónum tonna af búfjárskít og hlandi yfir stór svæði.

Víða í Bandaríkjunum eru stór opin lón við verksmiðjubú sem eru full af skít og þvagi úr búfé og eru lónin eins konar opin haughús eða opnar hauggryfjur. Mörg þessara lóna eru á stærð við stöðuvötn og nú er svo komið að fjöldi þeirra eru orðin barmafull og hætt við að úr þeim flæði og afrennslið mengi grunnvatn á stórum svæðum.

Áætlað magn lífræns úrgangs sem rennur í slíkt lón frá framleiðendum svína- og alifuglakjöts í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum er talið í lítrum á við vatnið í 15.000 ólympískum sundlaugum sem hver um sig tekur 2,5 milljón lítra af vatni.

Talið er að fellibylurinn sem á dögunum gekk yfir Norður-Karólínu hafi feykt miklu af innihaldi lónanna langar leiðir með þeim afleiðingum að skíturinn og hlandið hafi borist langar leiðir með tilheyrandi óþrifnaði og sýkingarhættu. Ekki er nóg með að úrgangurinn geti borist langar leiðir með vindi heldur er hætta á að E. coli bakteríur geti borist í drykkjarvatn og á akra víða um ríki. Auk þess sem flóð sem iðulega fylgja stórviðrum á þessu svæði skola með sér innihaldi lónanna út í nærliggjandi ár og vötn.

Skylt efni: fellibylur | hauggryfjur

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...