Minna flutt inn af jurtaost og -rjóma
Frá árinu 2019 hefur innflutningur á bæði jurtarjóma og jurtaosti dregist saman.
Þetta sést ef skoðaðar eru tölur frá Hagstofu Íslands yfir fjölda kílóa sem fluttur var inn af vörum í þessum flokkum.
Á árinu 2019 voru flutt inn 173 tonn af jurtarjóma, 92 tonn árið 2020, 51 tonn árið 2021 og 23 tonn fyrstu níu mánuði ársins 2022. Samdrátturinn á hverju ári hefur því verið í kringum 45-50%.
Þegar skoðaðar eru tölur yfir aðkeyptan jurtaost sést að innflutningurinn er kominn niður í þriðjung af því sem áður var. Árið 2019 komu til landsins 300 tonn, 216 tonn árið 2022, 93 tonn árið 2021 og í lok september á þessu ári var talan komin upp í 87 tonn.