Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Mynd / OIV
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í skýrslu að útlit sé fyrir að árið 2023 hafi vínframleiðsla í heiminum verið sú minnsta í rúm 60 ár.

Fyrir vínræktendur einkenndist árið 2023 af erfiðum áskorunum í formi sögulega lágs framleiðslu magns og hækkandi verðs en árið þótti einkennast af áhrifum alþjóðlegs verðbólguþrýstings. Vínframleiðsla ársins á heimsvísu nam um 237 milljónum hektólítra og er það 10% lækkun frá fyrra ári og minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961, eða í 62 ár.

Yfirborð víngarða heimsins hélt áfram að dragast saman, um 0,5% frá 2022 í 7,2 milljónir hektara í fyrra. Öfgar í veðurfari höfðu margvísleg alvarleg áhrif á víngarða um heim allan, ekki síst í formi sveppasjúkdóma, myglu og þurrka.

Frakkland enn stærsti framleiðandinn

OIV segja uppskeru hafa dregist saman á suðurhveli jarðar og í nokkrum af helstu vínframleiðsluríkjunum vegna erfiðra veðurfarsskilyrða. Safnað er saman upplýsingum um 29 lönd sem standa undir 94% af heimsframleiðslu.

Framleiðslumagn í Evrópusambandinu hafi minnkað og varð t.d. umtalsverður samdráttur á Ítalíu, Spáni og Grikklandi vegna öfga í veðurfari sem leiddu til myglu og þurrka. Frakkland hafi þó verið stærsti vínframleiðandinn í fyrra og magnið aðeins yfir fimm ára meðaltali. Þýskaland, Portúgal og Rúmenía héldu einnig sjó í framleiðslu sinni. Þá séu Bandaríkin yfir meðaltali síðustu ára og hafi heldur bætt við sig í framleiðslu frá fyrra ári.

Mikill samdráttur á suðurhveli

Á suðurhveli gegnir öðru máli þar sem framleiðslumagn víns árið 2023 er áætlað langt undir því sem var 2022. Ástralía, Argentína, Chile, Suður-Afríka og Brasilía urðu öll fyrir miklum áhrifum af erfiðu veðri á vaxtarskeiði vínþrúgna og olli það á bilinu 10–30% samdrætti milli ára. Undantekningin er Nýja-Sjáland sem var fyrir fimm ára meðaltali.

Skylt efni: vínbændur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...