Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Mynd / OIV
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í skýrslu að útlit sé fyrir að árið 2023 hafi vínframleiðsla í heiminum verið sú minnsta í rúm 60 ár.

Fyrir vínræktendur einkenndist árið 2023 af erfiðum áskorunum í formi sögulega lágs framleiðslu magns og hækkandi verðs en árið þótti einkennast af áhrifum alþjóðlegs verðbólguþrýstings. Vínframleiðsla ársins á heimsvísu nam um 237 milljónum hektólítra og er það 10% lækkun frá fyrra ári og minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961, eða í 62 ár.

Yfirborð víngarða heimsins hélt áfram að dragast saman, um 0,5% frá 2022 í 7,2 milljónir hektara í fyrra. Öfgar í veðurfari höfðu margvísleg alvarleg áhrif á víngarða um heim allan, ekki síst í formi sveppasjúkdóma, myglu og þurrka.

Frakkland enn stærsti framleiðandinn

OIV segja uppskeru hafa dregist saman á suðurhveli jarðar og í nokkrum af helstu vínframleiðsluríkjunum vegna erfiðra veðurfarsskilyrða. Safnað er saman upplýsingum um 29 lönd sem standa undir 94% af heimsframleiðslu.

Framleiðslumagn í Evrópusambandinu hafi minnkað og varð t.d. umtalsverður samdráttur á Ítalíu, Spáni og Grikklandi vegna öfga í veðurfari sem leiddu til myglu og þurrka. Frakkland hafi þó verið stærsti vínframleiðandinn í fyrra og magnið aðeins yfir fimm ára meðaltali. Þýskaland, Portúgal og Rúmenía héldu einnig sjó í framleiðslu sinni. Þá séu Bandaríkin yfir meðaltali síðustu ára og hafi heldur bætt við sig í framleiðslu frá fyrra ári.

Mikill samdráttur á suðurhveli

Á suðurhveli gegnir öðru máli þar sem framleiðslumagn víns árið 2023 er áætlað langt undir því sem var 2022. Ástralía, Argentína, Chile, Suður-Afríka og Brasilía urðu öll fyrir miklum áhrifum af erfiðu veðri á vaxtarskeiði vínþrúgna og olli það á bilinu 10–30% samdrætti milli ára. Undantekningin er Nýja-Sjáland sem var fyrir fimm ára meðaltali.

Skylt efni: vínbændur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...