Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Misræmis gætir í innflutningstölum
Mynd / Úr safni MS
Fréttir 23. júní 2022

Misræmis gætir í innflutningstölum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Árin 2020 og 2021 voru flutt inn yfir 1.000 tonn af unnum kjötvörum, hvort ár, frá ESB inn til Íslands.

Aftur á móti nam innflutningur samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands 430,5 tonnum árið 2020 og 534 tonnum árið 2021.

Það er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Mjólkursamsölunnar.

„Tollfrjáls kvóti fyrir unnar kjötvörur í tollskrárnúmeri 1602 samkvæmt viðskiptasamningi milli Íslands og ESB nemur 400 tonnum fyrir þennan vöruflokk. Á þetta misræmi var reyndar þegar bent árið 2020 en árið 2019 sást viðlíka munur á þessum upplýsingum, eða 645 tonnum meira flutt út frá ESB en inn til Íslands af unnum kjötvörum,“ segir Erna meðal annars.

Í greininni kemur fram að á síðustu þremur árum hafa tollayfirvöld gefið út 114 bindandi álit um tollflokkun vara úr landbúnaðarköflum tollskrár, sem höfundur hefur fengið aðgang að. Vinna að greiningu þeirra beinist fyrst og fremst að mjólkurafurðum. Nýlegur dómur Landsréttar staðfestir þó að pottur sé víðar brotinn varðandi tollflokkun landbúnaðarvara.

– Sjá nánar á bls. 54. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...