Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mjólkurkvótinn aukinn um ríflega eitt prósent á næsta ári
Mynd / smh
Fréttir 29. desember 2021

Mjólkurkvótinn aukinn um ríflega eitt prósent á næsta ári

Höfundur: smh

Heildargreiðslumark mjólkur fyrir næsta ár verður aukið um ríflega eitt prósent, samkvæmt breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt sem Svandís Svavarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur undirritað.

Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur fjallað um málið og lagði til við ráðherra að heildargreiðslumark næsta árs yrði 146,5 milljón lítrar. Á þessu ári var heildargreiðslumark 145 milljón lítrar af mjólk, sem var þriðja árið í röð þar sem það hélst óbreytt.

Forsendur nefndarinnar eru, samkvæmt tilkynningu úr ráðuneytinu, áætlun neyslu á innlendum mjólkurvörum sem gerir ráð fyrir svipaðri sölu og 2021. Hins vegar hafa stuðlar um samsetningu mjólkur tekið breytingum til hækkunar. Fitu- og próteininnihald mjólkur tekur sífellt náttúrulegum breytingum og nú hefur það þau áhrif að fleiri lítra mjólkur þarf til þess að framleiða sama magn mjólkurvara,“ segir í tilkynningunni.

Beingreiðslurnar miðast við heildargreiðslumark mjólkur

Heildargreiðslumark mjólkur er það magn mjólkur sem beingreiðslur ríkissjóðs miðast við og er ákveðið fyrir upphaf hvers verðlagsárs.

Við ákvörðun nefndarinnar skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöðvar á árinu og áætlun ráðherra fyrir komandi verðlagsár, að teknu tilliti til birgða. Við mat á neyslu og birgðum skal miða við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða. Þá skal ráðherra byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...