Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá setningu Landsmóts hestamanna á Hellu 2014.
Frá setningu Landsmóts hestamanna á Hellu 2014.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. maí 2016

Mótmæla því að þrjú landsmót í röð verði í sama landsfjórðungi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
 „Með þessari ákvörðun er stjórn LH að ákveða að þrjú landsmót í röð 2018-2020 og 2022 verði öll í einum landsfjórðungi,“ segir í ályktun sem ársþing Íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, hélt á dögunum en á þinginu sátu meðal annarra nokkrir fulltrúar frá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri. 
 
Ársþingið mótmælti harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Landssambands hestamannafélaga, LH, að landsmót hestamanna árin 2020 og 2022 verði haldin á Suðurlandi.
 
Hestamannafélagið Léttir lagði fram mjög metnaðarfulla umsókn um að landsmót hestamanna yrði haldið á Akureyri 2020 eða 2022 og naut til þess stuðning bæjarstjórnar Akureyrar, íþróttaráðs sem og stjórnar Íþróttabandalags Akureyrar.
 
Í greinargerð sem fylgdi ályktuninni segir að íþróttahreyfingin í hinum ýmsu íþróttagreinum á landsbyggðinni hafi á liðnum árum unnið að uppbyggingu hinna ýmsu keppnissvæða í góðri sátt og með miklum stuðningi sveitarfélaga sinna. Þar sé  Akureyri sannarlega engin undantekning. 
Mikill fengur að fá mannmörg mót heim í hérað
 
„Það má ljóst vera að öll uppbygging mannvirkja til að stunda íþróttir hverju nafni sem þær nefnast efla og styrkja greinarnar og um leið gera okkur samanburðarhæf í keppni þeirra bestu. Það er mikill fengur fyrir íþróttina sem og sveitarfélagið í heild sinni að fá stór og mannmörg mót og keppnir heim í hérað.
Akureyri hefur oft sýnt og sannað að bærinn ásamt forustufólki í íþróttahreyfingunni hefur staðið afar vel að öllu er snýr að stórmótahaldi og bærinn er mjög vel í stakk búinn að þjóna miklum fjölda gesta, samanber N1 mót KA, pollamót Þórs, Skíðalandsmót Íslands sem og landmót UMFÍ,“ segir í ályktun ársþingsins sem skorar á stjórn LH að endurskoða nú þegar þessa ákvörðun.
 
Ályktun Léttismanna var samþykkt með einróma stuðningi íþróttahreyfingarinnar á Akureyri sem þykir málið eiga fullt erindi inn til stjórnar ÍSÍ. 
 
Fram kom í máli þingfulltrúa að fleiri sérsambönd séu að leggja til að landsmót í hinum ýmsu greinum íþrótta og aðrir stórir viðburðir verði einungis á Suðurlandi. Slíku mótmælir íþróttahreyfingin á Akureyri.
Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...