Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mótmælt að Norðurál hafi áfram eftirlit á eigin hendi
Fréttir 23. nóvember 2015

Mótmælt að Norðurál hafi áfram eftirlit á eigin hendi

Höfundur: smh
Umhverfisstofnun auglýsti í sumar tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Norðurál á Grundartanga í Hvalfirði. Gert er ráð fyrir framleiðsluaukningu um 50 þúsund tonn á ári, þannig að heildarframleiðslan geti að hámarki orðið 350 þúsund tonn á ári.
 
Samkvæmt niðurstöðu Skipulags­stofnunar frá 26. júní 2014 er fyrirhuguð stækkun ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Rökstuðningurinn er sá, að ekki sé líklegt að hún muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningu hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar – samanber viðmið í lögum um mat á umhverfisáhrifum.
 
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur sent Umhverfisstofnun athugasemdir við tillöguna. Athugasemdirnar greinast í aðal­atriðum í fjóra liði. Því er mótmælt að Norðuráli verði heimilað að auka framleiðslu sína í 350 þúsund tonn, fullyrðingum um skaðleysi framleiðslunnar gagnvart húsdýrum er mótmælt, sömuleiðis að Norðurál hafi sjálft áfram umsjón með vöktun og mælingum – eftirliti á umhverfisáhrifum – ásamt útgáfu skýrslna vegna eigin mengunar. Loks er þess krafist að mælingar á loftmengun utan þynningarsvæðis álversins fari fram allt árið, með fullnægjandi hætti. 
 
Losunarmörk flúors verði til samræmis við skilyrði Alcoa
 
Varðandi losunarheimildir á flúori er það gagnrýnt af hálfu Umhverfisvaktarinnar, að miðað við auglýsingu um nýtt starfsleyfi verða þær rýmri en þær sem Alcoa Fjarðaál býr við. „Það er fullkomlega óskiljan­legt hvaða röksemdir geta mælt með því að heimila meiri mengun í landbúnaðarhéraðinu Hvalfirði en annarsstaðar á landinu,“ segir í athugasemdum þeirra.
 
Hvalfjarðarsveit gerir einnig talsverðar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar. Gerðar eru sömu athugasemdir og Umhverfisvaktin gerir varðandi fyrirhugaðar losunarheimildir á flúor. Í athugasemdunum kemur fram að „Hvalfjarðarsveit [hafi] áður gefið út að framleiðsluaukningunni geti ekki fylgt meiri losun flúors, þar sem litið sé svo á að þolmörkum flúors á svæðinu sé náð.“ 
 
Þá telur Hvalfjarðarsveit, eins og Umhverfisvaktin, löngu tímabært að benda á að endurskoða þurfi framkvæmd mælinga; það að rekstraraðili skuli sjálfur eiga að ábyrgjast þær vegna eigin mengunar.  
Þá er því mótmælt í athugasemdum Hvalfjarðarsveitar að ekki sé gert ráð fyrir árlegum mælingum á PAH-efnum. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar er um að ræða efni sem eru fjölhringa arómatísk kolvetni og talin vera krabbameinsvaldandi berist þau í lífverur. Þau myndast í tengslum við ýmiss konar iðnaðarferla og tengjast aðallega framleiðslu á áli og járnblendi.
 
Í byrjun nóvembermánaðar lýsti svo hreppsnefnd Kjósarhrepps yfir stuðningi við bókun Hvalfjarðarsveitar, um að kröfur um mengunarvarnir verði hertar verulega í álverinu á Grundartanga – auk eftirlits. Sömuleiðis er lýst stuðningi við kröfu Hvalfjarðarsveitar um að Norðurál beri ekki sjálft ábyrgð á mengunarmælingum.
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...