Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Mynd / smh
Fréttir 2. september 2022

Möguleg undirstofnun landbúnaðarmála

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun ágúst skilaði Ásgerður Snævarr lögfræðingur skýrslu til matvælaráðherra um úttekt á lagaumgjörð og stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Í kafla skýrslunnar um stjórnsýslukerfið kemur fram að skortur sé á faglegri undirstofnun sem fer með daglega umsýslu og framkvæmd á sviði landbúnaðarmála.

Skýrslan var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvæla­ ráðherra og er tilgangur hennar að treysta faglegan grundvöll stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Matvælaráðuneytið tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið sinnir þeim verkefnasviðum sem áður heyrðu undir sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneyti, auk málefna landgræðslu og skógræktar.

Landbúnaðarstofnun sambærileg Matvælastofnun

Í kaflanum um stjórnsýslukerfið kemur fram að á sviði matvæla sé fjölmenn undirstofnun [Matvælastofnun] sem fari með helstu málefni á því sviði, en engin sambærileg opinber undirstofnun fari með málefni landbúnaðar, þar sem stjórnsýsla sé að verulegu leyti á höndum ráðuneytisins sjálfs og einkaaðila – aðallega Bændasamtaka Íslands. Er þess getið að ríkisendurskoðun hafi bent á ágalla af slíku fyrirkomulagi árið 2011.

Því er í skýrslunni lagt til að lagt verði mat á hvort tilefni sé til þess að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.

Þá er lagt til meðal annars að metið verði hvort elstu lagabálkar á málefnasviði ráðuneytisins uppfylli þær kröfur sem í dag megi leiða af stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum. Einnig „að mótað verði verklag um skipulegt frumkvæðiseftirlit ráðuneytisins með framkvæmd stjórnarmálefna á málefnasviði þess, þ.m.t. eftirlit með einkaaðilum sem fara með framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli valdaframsals eða þjónustusamninga,“ eins og það er orðað í skýrslunni.

Skylt efni: matvælaráðuneytið

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...