Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Mynd / smh
Fréttir 2. september 2022

Möguleg undirstofnun landbúnaðarmála

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun ágúst skilaði Ásgerður Snævarr lögfræðingur skýrslu til matvælaráðherra um úttekt á lagaumgjörð og stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Í kafla skýrslunnar um stjórnsýslukerfið kemur fram að skortur sé á faglegri undirstofnun sem fer með daglega umsýslu og framkvæmd á sviði landbúnaðarmála.

Skýrslan var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvæla­ ráðherra og er tilgangur hennar að treysta faglegan grundvöll stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Matvælaráðuneytið tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið sinnir þeim verkefnasviðum sem áður heyrðu undir sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneyti, auk málefna landgræðslu og skógræktar.

Landbúnaðarstofnun sambærileg Matvælastofnun

Í kaflanum um stjórnsýslukerfið kemur fram að á sviði matvæla sé fjölmenn undirstofnun [Matvælastofnun] sem fari með helstu málefni á því sviði, en engin sambærileg opinber undirstofnun fari með málefni landbúnaðar, þar sem stjórnsýsla sé að verulegu leyti á höndum ráðuneytisins sjálfs og einkaaðila – aðallega Bændasamtaka Íslands. Er þess getið að ríkisendurskoðun hafi bent á ágalla af slíku fyrirkomulagi árið 2011.

Því er í skýrslunni lagt til að lagt verði mat á hvort tilefni sé til þess að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.

Þá er lagt til meðal annars að metið verði hvort elstu lagabálkar á málefnasviði ráðuneytisins uppfylli þær kröfur sem í dag megi leiða af stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum. Einnig „að mótað verði verklag um skipulegt frumkvæðiseftirlit ráðuneytisins með framkvæmd stjórnarmálefna á málefnasviði þess, þ.m.t. eftirlit með einkaaðilum sem fara með framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli valdaframsals eða þjónustusamninga,“ eins og það er orðað í skýrslunni.

Skylt efni: matvælaráðuneytið

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...