Munu lama alla olíudreifingu á landinu
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Olíufélögin eru nú í óða önn að búa sig undir yfirvofandi verkfall Starfsgreinasambandsins sem að óbreyttu mun hefjast þann 26. maí.
Ef til verkfalls kemur þá mun dreifing eldsneytis á landsbyggðinni að mestu leyti stöðvast frá og með þeim degi.
Eins hefur VR, Flóinn og Efling boðað til verkfalla sem mun stöðva starfsemi olíufélaganna frá og með 4. júní. Frá þeim degi mun því öll dreifing eldsneytis á landinu stöðvast.
Páll Örn Líndal, viðskiptastjóri hjá N1, vildi koma þeim tilmælum til bænda að panta tímanlega eldsneyti á heimatanka. Sama gildir eflaust um önnur olíufélög sem bændur eru í viðskiptum við.