Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland
Fréttir 21. janúar 2015

Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í jólablaði Bændablaðsins 18. desember 2014 var greint frá bágri stöðu grunnvatnsbirgða víða um heim. Sem betur fer er það eitthvað sem ekki er farið að valda vandræðum á Íslandi, en allur er varinn samt góður. 

Það virtist því ætla að verða nokkur sárabót í þessari umræðu er greint var frá því sama dag og jólablaðið kom út að jarðfræðingar hafi uppgötvað gríðarlegar neðanjarðarlindir undir Kanada. Er vatnið í þeim talið nema um 2,5 milljónum rúmmílna, að því er fram kemur í Mail Online, eða sem svarar 10.420.456 rúmkílómetrum. Þar er álíka mikið vatn og kæmist í 33,7 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt flatarmál Íslands.

Um 2,7 milljarða ára gamalt vatn

Samkvæmt kanadískum vísindamönnum nemur þessi vatnsfundur meiru en því sem er að finna í öllum ám, fljótum, stöðuvötnum og fenjum jarðar.  Gallinn við þetta vatn er að það er 2,7 milljarða ára gamalt, mjög saltríkt og bragðið af því er hræðilegt að sögn vísindamanna.

Í einni zink- og koparnámu í Kanada sem rannsökuð var hefur þetta forna vatn verið að seytla upp um glufur í marga áratugi. Úr rannsóknum á gasísatópum sem safnast hafa í vatnið í tímans rás hafa vísindamenn getað áætlað aldur vatnsins. Telja þeir það vera allt að 2,7 milljarða ára gamalt.

Mögulega svipuð staða á Mars

Hefur þessi uppgötvun leitt hugann að rannsóknum á Mars þar sem milljarða ára gamalt berg er talið hafa getað safnað í sig vatni líkt og á jörðinni.

Kanadískir og breskir vísinda­menn uppgötvuðu þetta eftir að hafa verið að skoða berg í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þá komust þeir að því að gríðarlega mikið af forsögulegu vatni er bundið í berglögum í jarðskorpunni.

Það var jarðfræðingurinn Barbara Sherwood Lollar, prófessor við Toronto-háskóla í Kanada, sem leiddi þessa rannsókn í samstarfi við félaga sína í Oxford-háskóla í Bretlandi. Voru tekin vatnssýni sem lokað var inni í svokölluðum Precambrian-berglögum, sem er elsta berg jarðskorpunnar. Voru sýni tekin í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þessi berglög eru um 70% af jarðskorpunni.

Skylt efni: Umhverfismál | vatn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...