Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð  verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. mars 2021

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, er mjög ósáttur við frumvarp umhverfisráðherra þar sem kveðið er m.a. á um að fýlaveiðar verði bannaðar. Hann hefur enga trú á því að frumvarpið verði samþykkt.

„Jú, það er rétt, við erum ósátt hér í Mýrdalnum, að sjálfbærar veiðar á fýl séu teknar fyrir með þessu móti í frumvarpinu og bannaðar. Löng hefð er fyrir veiðunum og ég botna í sjálfu sér ekki í því hvers vegna þetta er lagt til.

Aðferðin sem notuð er til að veiða fýl er síst verri en nokkur önnur veiðiaðferð. Fuglinn líður ekki meiri kvalir heldur en t.d. sá sem er skotinn og hrapar nokkra tugi metra til jarðar,“ segir Einar Freyr.

„Ég hef enga trú á því að þetta frumvarp fari óbreytt í gegn og á von á því að fá boð á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að leiðrétta þann misskilning sem virðist uppi um þessar veiðar. Þær eru sjálfbærar og á engan hátt verri en önnur veiði sem ekki er verið að banna með þessu frumvarpi.“

Einar Freyr Elínarson oddviti, sem segir Mýrdælinga
ósátta við þær hugmyndir að banna veiðar á fýl.

Skylt efni: Mýrdalur | fýll

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...