Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Fréttir 25. maí 2016

N4 hlaut hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins fyrir skömmu voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
 
„Landbúnaður er samofinn landsbyggðinni, þeirri þróun sem þar verður ásamt því hvernig til tekst í framþróun og menningu þess lífs sem er. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvað hefur verið gert til að byggðinni sé gert hátt undir höfði þannig að tekið sé eftir. Sem síðan leiðir til þess að samkennd styrkist um mikilvægi hinnar dreifðu búsetu,“ segir í greinargerð búnaðarsambandsins. 
 
Dregin upp jákvæð mynd af lífinu
 
„Að dregin sé upp jákvæð mynd af lífinu, að fólk trúi að þar sé gott að lifa. Sjónvarpsstöðin N4 er í dag mikilvægasti ljósvakamiðill landsbyggðarinnar, sem segir frá fólki í öllum landsfjórðungum og hvað það er að gera. 
 
Landbúnaður hefur oft notið góðs af umfjöllun stöðvarinnar þegar farið er í heimsókn í sveitina, eða jafnvel þegar yfirskriftin er óvissuferð, og einnig með umfjöllun um það hráefni sem framleitt er þar, sem er okkur ákaflega mikilvægt,“ segir enn fremur í  greinargerðinni. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...