Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Fréttir 25. maí 2016

N4 hlaut hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins fyrir skömmu voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
 
„Landbúnaður er samofinn landsbyggðinni, þeirri þróun sem þar verður ásamt því hvernig til tekst í framþróun og menningu þess lífs sem er. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvað hefur verið gert til að byggðinni sé gert hátt undir höfði þannig að tekið sé eftir. Sem síðan leiðir til þess að samkennd styrkist um mikilvægi hinnar dreifðu búsetu,“ segir í greinargerð búnaðarsambandsins. 
 
Dregin upp jákvæð mynd af lífinu
 
„Að dregin sé upp jákvæð mynd af lífinu, að fólk trúi að þar sé gott að lifa. Sjónvarpsstöðin N4 er í dag mikilvægasti ljósvakamiðill landsbyggðarinnar, sem segir frá fólki í öllum landsfjórðungum og hvað það er að gera. 
 
Landbúnaður hefur oft notið góðs af umfjöllun stöðvarinnar þegar farið er í heimsókn í sveitina, eða jafnvel þegar yfirskriftin er óvissuferð, og einnig með umfjöllun um það hráefni sem framleitt er þar, sem er okkur ákaflega mikilvægt,“ segir enn fremur í  greinargerðinni. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...