Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið
Fréttir 18. febrúar 2015

Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrsta Græna skrefinu í ríkisrekstri og hlaut í dag viðurkenningu þess efnis. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á markvissan hátt.

Vorið 2014 voru Græn skref Reykjavíkurborgar aðlöguð ríkisrekstri og tóku 12 stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þátt í að þróa verkefnið, þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands. Markmið verkefnisins eru meðal annars að starfsemi ríkisins verði umhverfisvænni, dregið verði úr rekstrarkostnaði og að vellíðan og starfsumhverfi starfsmanna aukist. Náttúrufræðistofnun Íslands er meðal fyrstu stofnana ríkisins í að hefja aðlögun starfseminnar að þessum markmiðum og stefnir að ljúka innleiðingu á árinu. Þeir þættir sem horft er til við innleiðingu Grænna skrefa eru sex talsins:


• innkaup
• miðlun og stjórnun
• fundir og viðburði
• flokkun og minni sóun
• rafmagn og húshitun
• samgöngur

Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...