Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið
Fréttir 18. febrúar 2015

Náttúrufræðistofnun stígur fyrsta Græna skrefið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrsta Græna skrefinu í ríkisrekstri og hlaut í dag viðurkenningu þess efnis. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á markvissan hátt.

Vorið 2014 voru Græn skref Reykjavíkurborgar aðlöguð ríkisrekstri og tóku 12 stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þátt í að þróa verkefnið, þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands. Markmið verkefnisins eru meðal annars að starfsemi ríkisins verði umhverfisvænni, dregið verði úr rekstrarkostnaði og að vellíðan og starfsumhverfi starfsmanna aukist. Náttúrufræðistofnun Íslands er meðal fyrstu stofnana ríkisins í að hefja aðlögun starfseminnar að þessum markmiðum og stefnir að ljúka innleiðingu á árinu. Þeir þættir sem horft er til við innleiðingu Grænna skrefa eru sex talsins:


• innkaup
• miðlun og stjórnun
• fundir og viðburði
• flokkun og minni sóun
• rafmagn og húshitun
• samgöngur

Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...