Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 30. júní 2021

Nemendur hafa nú aðgang að „gervigreindum” einkakennara

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Háskólinn á Bifröst hefur samið við íslenska sprotafyrirtækið Atlas Primer ehf. um að bjóða nemendum aðgang að „gervi­greind­um“ einkakennara sem skilur talað mál og getur rætt við nem­endur um námsefnið.

Þó það kunni að hljóma ótrúlega þá getur Atlas Primer flutt fyrirlestra, svarað spurningum frá nemendum og prófað þá í kennsluefninu. Hann skilur líka talað mál og fylgir nemendum hvert sem þeir fara og getur breytt hvaða texta sem er í tal og aukið aðgengi að námsefni fyrir nemendur með lesblindu. Þá geta nemendur rætt við Atlas Primer um námsefnið, bæði á íslensku og ensku.

„Með þessu er stigið stórt skref í nútímavæðingu menntakerfisins sem gefur nemendum meira frelsi og endurspeglar markmið Háskólans á Bifröst að vera í fararbroddi í fjarnámi. Kennarar og nemendur hafa brugðist vel við þessari nýju lausn og telja að hér sé um að ræða spennandi nýjung í námi sem leyfir nemendum að læra hvar sem er, án þess að sitja fyrir framan skjáinn öllum stundum. Prófanir á lausninni eru nú þegar hafnar og verður hún gerð aðgengileg nemendum í völdum áföngum í haust,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...