Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 30. júní 2021

Nemendur hafa nú aðgang að „gervigreindum” einkakennara

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Háskólinn á Bifröst hefur samið við íslenska sprotafyrirtækið Atlas Primer ehf. um að bjóða nemendum aðgang að „gervi­greind­um“ einkakennara sem skilur talað mál og getur rætt við nem­endur um námsefnið.

Þó það kunni að hljóma ótrúlega þá getur Atlas Primer flutt fyrirlestra, svarað spurningum frá nemendum og prófað þá í kennsluefninu. Hann skilur líka talað mál og fylgir nemendum hvert sem þeir fara og getur breytt hvaða texta sem er í tal og aukið aðgengi að námsefni fyrir nemendur með lesblindu. Þá geta nemendur rætt við Atlas Primer um námsefnið, bæði á íslensku og ensku.

„Með þessu er stigið stórt skref í nútímavæðingu menntakerfisins sem gefur nemendum meira frelsi og endurspeglar markmið Háskólans á Bifröst að vera í fararbroddi í fjarnámi. Kennarar og nemendur hafa brugðist vel við þessari nýju lausn og telja að hér sé um að ræða spennandi nýjung í námi sem leyfir nemendum að læra hvar sem er, án þess að sitja fyrir framan skjáinn öllum stundum. Prófanir á lausninni eru nú þegar hafnar og verður hún gerð aðgengileg nemendum í völdum áföngum í haust,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...