Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 30. júní 2021

Nemendur hafa nú aðgang að „gervigreindum” einkakennara

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Háskólinn á Bifröst hefur samið við íslenska sprotafyrirtækið Atlas Primer ehf. um að bjóða nemendum aðgang að „gervi­greind­um“ einkakennara sem skilur talað mál og getur rætt við nem­endur um námsefnið.

Þó það kunni að hljóma ótrúlega þá getur Atlas Primer flutt fyrirlestra, svarað spurningum frá nemendum og prófað þá í kennsluefninu. Hann skilur líka talað mál og fylgir nemendum hvert sem þeir fara og getur breytt hvaða texta sem er í tal og aukið aðgengi að námsefni fyrir nemendur með lesblindu. Þá geta nemendur rætt við Atlas Primer um námsefnið, bæði á íslensku og ensku.

„Með þessu er stigið stórt skref í nútímavæðingu menntakerfisins sem gefur nemendum meira frelsi og endurspeglar markmið Háskólans á Bifröst að vera í fararbroddi í fjarnámi. Kennarar og nemendur hafa brugðist vel við þessari nýju lausn og telja að hér sé um að ræða spennandi nýjung í námi sem leyfir nemendum að læra hvar sem er, án þess að sitja fyrir framan skjáinn öllum stundum. Prófanir á lausninni eru nú þegar hafnar og verður hún gerð aðgengileg nemendum í völdum áföngum í haust,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...