Niðurstöður aðgengilegar úr skýrsluhaldi í sauðfjárrækt 2015
Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa nú upplýsingar um niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2015 verið gerðar aðgengilegar.
Útbúin hafa verið yfirlit um afurðir eftir fjárræktarfélögum og sýslum. Eins listi yfir úrvalsbú árið 2015 sem og yfirlit yfir þróun kjötmats í hverri sýslu frá árinu 2000. Einnig eru þarna aðrar niðurstöður ársins.
Jafnframt skal þess getið að kynbótamat fyrir mjólkurlagni hefur verið uppfært m.v. niðurstöður ársins 2015 og er aðgengilegt hverjum fjáreiganda í Fjárvís.