Niðurstöður afkvæmadóms nauta fæddra 2008
Niðurstöður afkvæmadóms nauta sem fædd voru árið 2008 hafa verið birtar og eru aðgengilegar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Að venju er þar að finna tölulegar niðurstöður úr kúaskoðun á dætrum þessara nauta, efnahlutföll, frumutölu, niðurstöður mjaltaathugunar, kynbótamat og lýsingu á dætrahópunum.
Dómi þessa nautaárgangs er lokið og afar ólíklegt að fleiri naut úr honum komi til dreifingar sem reynd naut. Á þessari stundu er aðeins eftir að velja besta naut árgangsins.