Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst nú í janúar.
Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst nú í janúar.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildandi sauðfjársamningi búvörusamninga á milli stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands frá 2016.

Sauðfjárbændur hafa undanförnum mánuðum lýst sig andsnúna þessari leið og reynt án árangurs að fá fyrirkomulaginu breytt fyrir endurskoðun samningsins sem verður á þessu ári.

Sérstaklega hefur borið á óánægjuröddum ungra sauðfjárbænda með hið breytta fyrirkomulag, enda er hlutfallslegt eignarhald greiðslumarks mest í þeirra höndum miðað við þá sem eldri eru. Upphaflega átti niðurtröppunin að hefjast árið 2019, en ákveðið var að fresta gildistöku hennar til 1. janúar 2023 vegna slæmrar afkomu í greininni. Í samningnum er gert ráð fyrir að greiðslumarkið falli niður í áföngum út samningstímann, til ársloka árið 2026 þegar það verður að fullu fallið úr gildi.

Ráðuneytið hafði ekki áhuga á breytingum

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að alltaf hafi verið talið að það mætti stöðva niðurtröppunina. „Samtal okkar við ríkið bauð þó aldrei upp á það að finna leiðirnar til þess vegna þess að ráðuneytið hafði ekki áhuga á því að gera þetta fyrir endurskoðun samningsins.

Það hefur þó komið fram hjá ráðuneytinu að það telji að þetta sé þess vert að skoða í endurskoðun og því ekki ástæða hjá okkur til að ætla annað en að við getum komist að samkomulagi um að hverfa frá þessu markmiði samningsins við endurskoðunina og breyta lögum á þann veg að ærgildin falli ekki út á samningstímanum,“ segir Trausti.

Sami heildarstuðningur eftir breytingarnar

Í desember voru yfirvofandi breytingar talsvert í umræðunni meðal bænda. Brást matvælaráðuneytið við með því að gefa út yfirlýsingu þar sem fram kom að Bændasamtök Íslands hefðu tvisvar farið fram á það við matvælaráðherra að vikið verði frá gildandi samningi um niðurtröppunina á þessu ári. Ráðuneytið hafi talið slíkt fara gegn ákvæðum samningsins og gildandi búvörulögum og því ekki fallist á beiðnirnar. Þá var bent á að samningsbundin endurskoðun væri á dagskrá á árinu 2023.

Í yfirlýsingunni leggur ráðuneytið áherslu á að við niðurtröppunina verði engar breytingar á heildarfjárhæðum opinbers stuðnings við sauðfjárrækt.

Hins vegar færist um 1,9 prósent af stuðningi á milli framleiðenda. „Þeir fjármunir sem flytjast af beingreiðslum á næsta ári munu hækka framlög til býlisstuðnings, ullarnýtingar og fjárfestingastuðnings. Það hefur í för með sér að stuðningur hækkar hjá 784 framleiðendum en lækkar á móti hjá 907.

Almennt má segja að þeir hækki sem eiga lítið greiðslumark og öfugt. Meðalásetningshlutfall fyrri hópsins er 1,7 og munu framlög til hans hækka. Hjá seinni hópnum er hlutfallið 0,8 og munu framlög til hans lækka. Heilt yfir dreifist stuðningurinn því jafnar á framleiðendur.

Ekki er aldursmunur milli hópanna tveggja,“ segir í yfirlýsingunni.

Áætlanir aðgengilegar síðar í janúar

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu munu sauðfjárbændur fá upplýsingar um áætlaðar greiðslur ársins síðar í janúarmánuði, ásamt fyrstu greiðslu ársins.

Áætlanir verði birtar stafrænt í Afurð og í pósthólfi hvers og eins á Ísland.is

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...