Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst nú í janúar.
Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst nú í janúar.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildandi sauðfjársamningi búvörusamninga á milli stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands frá 2016.

Sauðfjárbændur hafa undanförnum mánuðum lýst sig andsnúna þessari leið og reynt án árangurs að fá fyrirkomulaginu breytt fyrir endurskoðun samningsins sem verður á þessu ári.

Sérstaklega hefur borið á óánægjuröddum ungra sauðfjárbænda með hið breytta fyrirkomulag, enda er hlutfallslegt eignarhald greiðslumarks mest í þeirra höndum miðað við þá sem eldri eru. Upphaflega átti niðurtröppunin að hefjast árið 2019, en ákveðið var að fresta gildistöku hennar til 1. janúar 2023 vegna slæmrar afkomu í greininni. Í samningnum er gert ráð fyrir að greiðslumarkið falli niður í áföngum út samningstímann, til ársloka árið 2026 þegar það verður að fullu fallið úr gildi.

Ráðuneytið hafði ekki áhuga á breytingum

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að alltaf hafi verið talið að það mætti stöðva niðurtröppunina. „Samtal okkar við ríkið bauð þó aldrei upp á það að finna leiðirnar til þess vegna þess að ráðuneytið hafði ekki áhuga á því að gera þetta fyrir endurskoðun samningsins.

Það hefur þó komið fram hjá ráðuneytinu að það telji að þetta sé þess vert að skoða í endurskoðun og því ekki ástæða hjá okkur til að ætla annað en að við getum komist að samkomulagi um að hverfa frá þessu markmiði samningsins við endurskoðunina og breyta lögum á þann veg að ærgildin falli ekki út á samningstímanum,“ segir Trausti.

Sami heildarstuðningur eftir breytingarnar

Í desember voru yfirvofandi breytingar talsvert í umræðunni meðal bænda. Brást matvælaráðuneytið við með því að gefa út yfirlýsingu þar sem fram kom að Bændasamtök Íslands hefðu tvisvar farið fram á það við matvælaráðherra að vikið verði frá gildandi samningi um niðurtröppunina á þessu ári. Ráðuneytið hafi talið slíkt fara gegn ákvæðum samningsins og gildandi búvörulögum og því ekki fallist á beiðnirnar. Þá var bent á að samningsbundin endurskoðun væri á dagskrá á árinu 2023.

Í yfirlýsingunni leggur ráðuneytið áherslu á að við niðurtröppunina verði engar breytingar á heildarfjárhæðum opinbers stuðnings við sauðfjárrækt.

Hins vegar færist um 1,9 prósent af stuðningi á milli framleiðenda. „Þeir fjármunir sem flytjast af beingreiðslum á næsta ári munu hækka framlög til býlisstuðnings, ullarnýtingar og fjárfestingastuðnings. Það hefur í för með sér að stuðningur hækkar hjá 784 framleiðendum en lækkar á móti hjá 907.

Almennt má segja að þeir hækki sem eiga lítið greiðslumark og öfugt. Meðalásetningshlutfall fyrri hópsins er 1,7 og munu framlög til hans hækka. Hjá seinni hópnum er hlutfallið 0,8 og munu framlög til hans lækka. Heilt yfir dreifist stuðningurinn því jafnar á framleiðendur.

Ekki er aldursmunur milli hópanna tveggja,“ segir í yfirlýsingunni.

Áætlanir aðgengilegar síðar í janúar

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu munu sauðfjárbændur fá upplýsingar um áætlaðar greiðslur ársins síðar í janúarmánuði, ásamt fyrstu greiðslu ársins.

Áætlanir verði birtar stafrænt í Afurð og í pósthólfi hvers og eins á Ísland.is

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...