Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Níu áburðartegundir stóðust ekki kröfur
Fréttir 16. janúar 2015

Níu áburðartegundir stóðust ekki kröfur

Höfundur: smh

Matvælastofnun (MAST) hefur birt skýrslu um niðurstöður áburðareftirlits á árinu 2014. Alls stóðust 9 tegundir áburðar, af 41, ekki kröfur um efnainnihald; ýmist vegna of lítils magns næringarefna eða of mikils magns kadmíums. 

Í tilkynningu frá MAST kemur fram að við efnamælingar hafi komið í ljós að átta áburðartegundir voru með of lágt næringarefnainnihald miðað við það sem kom fram á umbúðum. „Þar af var ein með of lítið köfnunarefni, ein með of lítinn fosfór ein með of lítið kalí og átta með of lítinn brennistein. Í nokkrum tilfellum voru fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum,“ segir í tilkynningunni.
 
Óverulegt magn af kadmíum
 
„Ein tegund var með of mikið kadmíuminnihald samkvæmt ákvæðum reglugerða. Um óverulegt magn var að ræða eða innan við 0,1% af innfluttum áburði. Einn kaupandi hafði keypt vöruna og var hann upplýstur um niðurstöður efnagreininga þegar þær lágu fyrir. Allar þessar áburðartegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Ekki verður heimilt að dreifa þessum áburðartegundum til notenda við næsta innflutning fyrr en efnagreining á vegum stofnunarinnar sýnir fram á að áburðurinn uppfylli kröfur. 
 
Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum. Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá 5 innflutningsfyrirtækjum og voru alls 45 áburðarsýni af 41 áburðartegund tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar. 
 
Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga. Einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á íslensku.
 
Á árinu fluttu 23 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 273 tegundir. Alls voru flutt inn 60.961 tonn. Innlendir framleiðendur eru 14 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því 37. Sjö fyrirtæki fluttu inn áburð og jarðvegsbætandi efni til jarðræktar, alls 80 tegundir og heildarmagn var 60.420 tonn.“

Skylt efni: Áburðareftirlit

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...