Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins
Mynd / smh
Fréttir 8. apríl 2021

Níu gild sölutilboð á greiðslumarki mjólkur á fyrsta tilboðsmarkaði ársins

Höfundur: smh

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur var haldinn 6. apríl. Níu gild sölutilboð bárust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en 188 gild kauptilboð.

Þetta er fyrsti markaður ársins og viðskiptin taka gildi frá 1. janúar síðastliðnum og getur kaupandi því nýtt greiðslumarkið á yfirstandandi framleiðsluári.

Sama hámarksverð

Núverandi fyrirkomulag með greiðslumarkað í mjólkurframleiðslu var komið á eftir endurskoðun búvörusamnings um starfsskilyri í nautgriparækt sem hófst árið 2019. Hámarksverð greiðslumarks var ákveðið í júlí á síðasta ári þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga um þrefalt afurðastöðvaverð. Á markaðnum nú var hámarksverð 294 krónur á lítrann, eins og verið hefur á undanförnum mörkuðum, og var ekkert tilboð undir því verði.

Samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands kúabænda nam magn þess greiðslumarks mjólkur sem var í boði 663.754 lítrum, en þess sem óskað var eftir að kaupa 9.157.000 lítrum. Viðskipti voru með 663.590 lítra fyrir rúmar 195 milljónir króna, en í reglum er gert ráð fyrir sérstakri úthlutun til nýliða sem nemur fimm prósentum af sölutilboðum og voru nú 33.176 lítrar. Gild kauptilboð frá nýliðum voru 19.

Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og alls 150.000 lítrum árlega. Hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila má ekki nema hærra hlutfalli en 1,2 prósentum af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...