Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Bændurnir á Syðra-Holti.
Bændurnir á Syðra-Holti.
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní til 46 verkefna.

Elínborg Erla Ágeirsdóttir í Breiðargerði.

Þetta var fimmta árið sem Matvælasjóður úthlutar fjármagni sem styrkja á þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Alls bárust 198 umsóknir og var sótt um rúmlega þrjá milljarða króna. Matvælasjóður skiptist í fjóra styrkflokka.

Bára styður verkefni á hugmyndastigi með styrk að hámarki 3 milljónum króna og hlutu 22 verkefni slíkan styrk og heildarupphæð styrkflokksins var tæpar 63 milljónir kr. Meðal styrkhafa er Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, garðyrkjubóndi í Breiðargerði í Skagafirði og formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu, sem hlaut tvo styrki fyrir verkefni sem fjalla um vallhumal annars vegar og lífrænt vottaða matvælavinnslu hins vegar. Stefanía Hjördís Leifsdóttir fékk styrk fyrir verkefni um notkun geitamysu, Móðir Jörð ehf. fékk styrk fyrir verkefni sem fjallar um bygg, Surova ehf. mun skoða íslenskan saffran og Aðalsteinn Kornelíus Gunnarsson fékk styrk fyrir verkefni sem heitir „Djúptækni til verndunar kornakra á Íslandi“.

Pálmi Jónsson og María Eymundsdóttir á Huldulandi.

Styrkflokkurinn Kelda styður rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Ellefu verkefni hlutu styrki og var heildarupphæð þeirra tæpar 214 milljónir króna. Meðal styrkþega eru Hafrannsóknastofnun, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Isea ehf., Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Tilraunastöð HÍ í meinafræði. Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og á að nota til að móta og þróa afurð með hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu.

Níu verkefni hlutu styrk og var heildarupphæð þeirra um 154 milljónir króna.

Meðal styrkþega eru bændurnir á Syðra-Holti í Svarfaðardal sem ætla að þróa lífræna sauðaosta, María Eymundsdóttir, bóndi á Huldulandi í Skagafirði, fyrir ræktun burnirótar í Aeroponic og hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fyrir vöruþróun á vörum úr hvítlauk.

Þau síðastnefndu fengu einnig styrk úr flokknum Fjársjóður, sem styður markaðsinnviði og markaðssókn afurða. Fjögur verkefni hlutu styrk úr flokknum og var heildarupphæð þeirra tæpar 60 milljónir króna.

Saltverk fékk styrk fyrir áframhaldandi uppbyggingu á sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði
og Responsible Foods ehf. ætlar einnig að herja á þann markað með íslenskt skyrnasl.

Haft er eftir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í tilkynningu sem fylgir styrkúthlutuninni að það væri gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifðust jafnt á milli kynja og skipting á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar væri í góðu jafnvægi.

Skylt efni: matvælasjóður

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...