Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Fréttir 27. ágúst 2018

Norsk vél losar bændur við að nota eiturefni í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrr á árinu greindi Bændablaðið frá gufuvélinni Soilprep frá norska fyrirtækinu Soil Steam International sem kom á markað í sumar og hefur þróunarvinna á tækinu tekið 20 ár. 
 
Vélin veldur byltingu við ræktun á grænmeti og berjum utandyra með því að læsa gufu á 30 sentímetra dýpi í jarðveginum, nær hún að eyða illgresi, sveppum og þráðormum með góðum árangri. Þetta getur þýtt allt að 40 prósenta meiri uppskeru á þeim svæðum sem gufuvélin er notuð. 
 
Uppskeran á kínakáli var um 15% meiri í ár hjá grænmetisbóndanum Martin Sørum í Lier eftir að landsvæðið fékk gufumeðferð gegn illgresi og þráðormum áður en plantað var.
 
Þrátt fyrir mikla þurrka og erfið skilyrði fyrir marga bændur í Noregi í sumar hefur komist á reynsla við notkun vélarinnar sem virðist gefa góða raun. 
 
„Í lok maí og byrjun júní fóru fram tilraunir á mínum sveitabæ í Lier. Með Soilprep var um sjö metra breitt belti gufað á landi sem er um 300 metra langt. Eftir þetta ferli ræktuðum við kínakál á svæðinu. Það sem við sjáum núna er að svæðið sem hefur fengið gufumeðferð er nánast laust við illgresi á uppskerutímabilinu. Það sem við sjáum er örlítið illgresi í öðrum enda svæðisins en það er skiljanlegt og bjuggumst við alveg eins við því þar sem erfitt var fyrir vélina á ná inn á það. Við sjáum núna að uppskeran er um 15% meiri en verið hefur og þökkum við það gufuaðferðinni,“ segir Martin Sørum, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Lier Grønt.
 
Uppskera á kínakáli í Noregi á akri sem fékk gufumeðferð til að halda illgresi og þráðormi í skefjum, hér má vel sjá skilin sem verða á milli þess svæðis sem fékk meðferð með gufuvél og svæðis sem ekki fékk meðferð. 

4 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...