Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vegna sótthreinsiaðferðarinnar sem notuð er við að hreinsa manna­saurinn er hægt að dreifa honum á allar tegundir landbúnaðar­lands.
Vegna sótthreinsiaðferðarinnar sem notuð er við að hreinsa manna­saurinn er hægt að dreifa honum á allar tegundir landbúnaðar­lands.
Mynd / ehg
Fréttir 24. maí 2017

Norskir bændur bíða í röðum eftir mannasaur á túnin sín

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Norska frárennslis- og holræsa­fyrirtækið Hias býður nú norskum bændum upp á hreinsaðan næringarríkan mannasaur til að bera á tún sín og segja menn að um gull fyrir jarðveginn sé að ræða. 
 
Hver og ein manneskja lætur svo mikinn saur eftir sig á lífsleiðinni að sá hinn sami getur útvegað áburð fyrir sína eigin neyslu og er það markmið forsvarsmanna Hias-fyrirtækisins að fólk geti brauðfætt sig sjálft með hundrað prósent endurvinnslu á áburðargjafa.
 
Hans Emil Glestad. 
„Niðurstöður frá hreinsunarferli fyrirtækisins er mikill hluti af seyru sem þarf að meðhöndla á ábyrgan hátt og þess vegna verða gæði vörunnar mikilvæg. Við vinnum að því að öll hin verðmætu næringarefni sem eru í vörunni komi inn í hringrásina aftur. Lausnin hjá okkur varð hin svokallaða Cambi-aðferð sem byrjað var að vinna eftir fyrir rúmlega 20 árum,“ útskýrir Hans Emil Glestad, efnaverkfræðingur hjá Hias. Fyrirtækið var stofnað árið 1974 til að hreinsa holræsi í nokkrum bæjarfélögum sem fjárfest höfðu í fyrirtækinu. 
 
 
 
Hreinsa seyru án nokkurra efna
 
Hias er eina hreinsunarstöðin í Noregi sem notar þessa aðferð við að hreinsa seyru.
 
„Með Cambi-aðferðinni mölum við seyruna og hitum upp í 160 gráður með því að blása inn gufu þannig að lífrænir hlutar seyrunnar eru brotnir upp. Þannig gerum við góðan jarðveg til að míkrólífverur í rotnunartönkunum brjóti niður seyruna og breyti henni í hauggas. Á sama tíma hafa 20 mínúturnar í vatnsrofsskiljunni þá þýðingu að allar sjúkdómsvaldandi bakteríur og plöntusjúkdómar drepast. Í lok ferilsins nýtist um 38% af seyrunni úr vatninu áður en það er keyrt út sem áburður á lönd bænda.
Niðurstaðan úr þessu er að við fáum mjög áhugavert og gott viðbótarbætiefni fyrir jörðina sem í gegnum allt ferlið hefur verið fullkomlega sótthreinsað. Þetta náum við að gera án þess að nota nokkur efni í vinnslunni og með þessari aðferð verður fosfórinn eftir í mannasaurnum,“ segir Hans Emil og bætir við:
„Saur úr mönnum inniheldur sömu næringarefni og í öðrum áburði en vegna þessa ferils sem efnið er búið að fara í gegnum verður samsetningin í lífmassanum nokkuð lík því sem finnst í áburði sem keyptur er.
Það sem seyran hefur fram yfir er að hið líffræðilega innihald hefur mjög svo bætandi áhrif á jörðina.“
 
Gull fyrir jörðina
 
Nú er svo komið að norskir bændur bíða í röð eftir að geta keypt hreinsaðan mannasaur af fyrirtækinu til að dreifa á tún sín og akra.
 
„Enn sem komið er eru það eingöngu bændur hér í kring sem geta keypt vöruna af okkur, það er að segja frá þeim bæjarfélögum sem eiga hlut í fyrirtækinu. Vegna sótthreinsiaðferðarinnar sem við notum er hægt að dreifa lífmassanum á allar tegundir landbúnaðarlands svo lengi sem hann fer fljótt niður í moldina eftir dreifingu. Núna erum við að framleiða um þrjú þúsund tonn af hreinsuðum mannasaur yfir árið og það eykst með hverju ári,“ útskýrir Hans Emil og segir jafnframt:
 
„Okkur finnst mikilvægt að við nýtum þær náttúruauðlindir sem við höfum og færum þær aftur til baka til jarðarinnar. Mannasaur er næringarríkari en kúamykja og því ekki að nota hann líka? Við segjum hér hjá Hias að þetta sé eins og gull fyrir jörðina og tilvalið fyrir fleiri bæjarfélög og lönd að nýta sér þetta líka.“
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...