Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Dreka.
Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Dreka.
Fréttir 10. febrúar 2015

Ný bók komin út um þjálfun fjárhunda

Ný bók um fjárhunda, þjálfun þeirra og uppeldi er komin út. Höfundurinn er Elísabet Gunnarsdóttir, en hún er menntaður hundaþjálfari og hefur haldið fjölmörg námskeið.

Bókin heitir Border Collie fjárhundar – leiðarvísir um þjálfun og uppeldi. Í formála bókarinnar kemur fram að framboð á íslensku fræðsluefni um Border Collie fjárhunda og tamningu þeirra hafi ekki aukist í takt við aukna útbreiðslu tegundarinnar. „Margir þeir sem eiga slíka hunda gera sér ekki endilega grein fyrir hvaða væntingar þeir geta haft til hundsins eða hvaða vinna liggur að baki tömdum hundi. Allt of algengt er að bændur fari með hund í smalamennskur án þess að nokkur markviss tamning hafi átt sér stað og skammi svo hundinn þegar hann gegnir ekki. Það er því miður hlutskipti margra hunda sem vel gætu orðið ágætis fjárhundar, að sinna mjög takmörkuðum verkefnum eða vera jafnvel lokaðir inni þegar á að fást við fé. Útgáfa þessarar bókar mun vonandi stuðla að jákvæðri breytingu þar á,“ segir í formálanum.

Bókin er til sölu í móttöku í Ásgarði á Hvanneyri og kostar 3.500 kr. Hægt er að panta bókina í síma 433-5000 eða á netfanginu dagny@lbhi.is.

2 myndir:

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...