Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Mynd / Kristófer Knutsen
Fréttir 23. júlí 2020

Ný brú yfir Eyjafjarðará heitir Vesturbrú

Höfundur: MÞÞ
Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðar­ár, Vesturbrú, var tekin í notkun með hátíðlegri athöfn fyrir skemmstu. Brúin hlaut nafnið Vesturbrú en hátt í 60 tillögur bárust í nafnasamkeppni sem efnt var til. Þeir voru nokkrir sem lögðu þetta nafn sem varð fyrir valinu til.
 
Ráðherra klippti á borða
 
Dagskráin hófst með hópreið hestamannafélagsins Léttis og með í þeirri för var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra en hann klippti á borðann í athöfninni.  Karlakór Eyjafjarðar söng og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp.
 
Framkvæmdir gengu vel
 
Brúin er ríflega 60 metra löng stálbrú með þriggja metra breiðu timburgólfi. Heildarlengd nýrra malarstíga hvort sínum megin við brúarstæði eru um 600 metrar. Framkvæmdir hófust síðla árs 2019 og gengu vel. Í þeim fólst einkum stígagerð að brúarstæði og sjálf brúarsmíðin. Niðurrekstur staura undir brúarstöpla hófst í mars síðastliðnum og lauk steypuvinnu og frágangi nú í júní. Samhliða smíðinni hófust framkvæmdir við Hólasandslínu 3 með því að leggja ídráttarrör fyrir jarðstreng meðfram brúnni. 
 
Mikil samgöngubót
 
Nýja brúin er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk og nýtist jafnt gangandi, ríðandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa sunnar vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.  Verkefnið var unnið í samstarfi Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Landsnets. 
 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...