Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áhorfendur Landsmóts hylltu Ollu í Nýjabæ þegar hún veitti heiðursverðlaunum fyrir stóðhest sinn, Aðal, móttöku.
Áhorfendur Landsmóts hylltu Ollu í Nýjabæ þegar hún veitti heiðursverðlaunum fyrir stóðhest sinn, Aðal, móttöku.
Mynd / ghp
Fréttir 25. júlí 2018

Ný kynslóð afkvæmahesta strax farin að sanna gildi sitt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Alls hlutu 160 hross fullnaðardóm á kynbótasýningu Landsmóts hestamanna. Var það mat dómara og manna að þar hafi komið fram afkastamikill hópur hrossa  í hverjum aldurs- og kynflokki. Auk þeirra komu fram gæðingar í afkvæmasýningum stóðhesta sem hlutu bæði heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun. 
 
Aldrei hefur hærra hlutfall klárhrossa komið fram á kynbótasýningum Landsmóts, en þau reyndust 27% af hópnum og fór hinn 6 vetra gamli Kveikur frá Stangarlæk  fyrir þeim glæsta hóp og var hann óumdeilanleg stjarna mótsins.
 
Stórfregnir mótsins áttu sér stað í flokki 6 vetra stóðhesta en þar stóð Þráinn (t.h.) efstur með hæstu einkunn allra hrossa á mótinu ásamt því að Kveikur (t.v.) hlaut tvær tíur. Knaparnir Aðalheiður Anna og Þórarinn Eymundsson höfðu því ærna ástæðu til að brosa að yfirlitssýningu lokinni.
 
 
Efstu  hross
 
Hæst dæmda hross mótsins var sigurvegari 6 vetra flokks stóðhesta, Þráinn frá Flagbjarnarholti, skrefmikill og glæsilegur alhliðahestur. Hann er undan Álf frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum, undan Svart frá Unalæk. Ræktandi Þráins og eigandi er hollendingurinn Jaap Groven. Þráinn hlaut m.a. 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag. Sýnandi hans var Þórarinn Eymundsson.
 
Sigurvegari í elsta flokki stóðhesta, Glúmur frá Dallandi hlaut næsthæstu einkunn allra kynbótahrossa á sýningunni, 8,77. Glúmur eru undan Glym frá Flekkudal og Orradótturinni Orku frá Dallandi. Eigendur og ræktendur eru Gunnar og Þórdís í Dallandi. Sýnandi hans var Halldór Guðjónsson.
 
Fyrrnefndur Kveikur hlaut þriðja hæsta dóm mótsins, 8,76. Kveikur er sýndur sem klárhestur og hlaut m.a. 10 fyrir tölt og vilja og geðslag og 9,5 fyrir fegurð í reið, brokk og stökk. Hann er er undan Sjóði frá Kirkjubæ og Rakettu frá Kjarnholtum I, sem er undan Glað og Heru frá Kjarnholtum. Ræktendur og eigendur Kveiks eru Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson. Sýnandi hans var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem hlaut þrjú reiðmennskuverðlaun við mótslok.
 
 
Önnur athyglisverð
 
Í hópi 4 vetra hryssna vakti mikla athygli Askja frá Efstu-Grund sem sprakk út á yfirlitssýningu, bætti sig í mörgum þáttum og stóð að lokum efst. Askja er undan Ský frá Skálakoti og Kötlu frá Ytri-Skógum, dóttur Pilts frá Sperðli. 
 
Einnig heillaði klárhryssan Krafla frá Austurási, Hágangsdóttir, sem blómstraði á yfirliti og endaði í 4. sæti flokksins. 
 
Í flokki 4 vetra stóðhesta var efsti hesturinn hinn glæsilegi og prúði Eldjárn frá Skipaskaga, undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu II. Þá komu þar fram áhugaverðir klárhestar. eins og Fenrir frá Feti sem fékk með 10 fyrir hægt stökk og 9,5 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið og Útherji frá Blesastöðum 1A undan Framherja frá Flagbjarnarholti en Framherji átti  frabærileg afkvæmi á mótinu.
 
Elsti flokkur hryssna var mjög sterkur, þar var efst hin tignarlega Tign frá Jaðri sem reyndist hæst dæmda hryssa mótsins. Hún er undan Kjarna frá Þjóðólfshaga 1 og Orradótturinni Sylgju frá Ytri-Skógum.
 
Í þeim flokki var einnig Kolka frá Breiðholti í Flóa en hún hlaut hæstu hæfileikaeinkunn mótsins og hlaut að launum Hestasteininn sem gefinn er til minningar um Svein Guðmundsson, hrossaræktanda á Sauðárkróki. Kolka er undan Grun frá Oddhóli og Gunnvör frá Miðsitju en Gunnvör þessi kom víða við á mótinu. Hún átti þrjú afkvæmi í kynbótadómi, Kolku, Kröflu og Jökul frá Breiðholti í Flóa en einnig varð sonur hennar Villingur í 3. sæti í A-flokki gæðinga. Gunnvör hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í fyrra.
 
 
Afkvæmahestar á keppnisbrautinni
 
Eftirtekt vakti hversu mörg afkvæmi þeirra stóðhesta sem hlutu afkvæmaverðlaun voru í einstaklingssýningu á mótinu. Meiri hluti ættfeðranna fylgdu afkvæmum sínum í sýningu á reið, enda margir þeirra enn í keppnisformi.
 
Sleipnisbikarhafi Landsmótsins í ár var Spuni frá Vesturkoti. Tólf afkvæma hans komu fram á kynbótasýningum á mótinu. Sex afkvæmi Kiljans frá Steinnesi komu fram en þeirra á meðal var Rauðskeggur frá Kjarnholtum I og Draupnir frá Stuðlum sem voru í öðru og þriðja sæti í elsta flokki stóðhesta.
 
Sjö afkvæmi Óms frá Kvistum fengu fullnaðardóm, þeirra á meðal efsta hryssa í 5 vetra flokki, Sigyn frá Feti og Krafla frá Breiðholti í Flóa, næsthæsta hryssa í 6 vetra flokki. Tvær 6 vetra hryssur undan Aðal frá Nýjabæ fengu dóm á Landsmóti, þar á meðal Hugmynd frá Ketilsstöðum sem var í 3. sæti í sínum flokki.
Skýr frá Skálakoti stóð efstur til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi en 5 þeirra hlutu dóm á Landsmóti, en bæði efsta 4 vetra hryssan, fyrrnefnd Askja frá Efstu-Grund, efsta 6 vetra hryssan, Katla frá Hemlu II, auk þeirra hryssu sem var í öðru sæti í fimm vetra flokki, Paradís frá Steinsholti.
 
Arion frá Eystra-Fróðholti átti 6 afkvæmi í einstaklingssýningum, auk þess sem hann keppti sjálfur í A-flokki gæðinga og þótti sigurstranglegur, enda í 2. sæti eftir forkeppni en var dreginn úr keppni fyrir milliriðla.
 
Óskasteinn frá Íbishóli átti fjögur afkvæmi auk þess sem hann var meðal efstu hrossa ungmennaflokki með knapa sínum Guðmari Frey Magnússyni. Hákon frá Ragnheiðarstöðum átti eina hryssu í einstaklingsdómum en afkvæmi hans voru áberandi í keppnishluta mótsins. Hann er m.a. faðir Ljósvaka frá Valstrýtu, Sæþórs frá Stafholti og Hönsu frá Ljósafossi. Eldur frá Torfunesi átti einnig einn fulltrúa í kynbótasýningunni en var sjálfur mættur í ungmennaflokkinn með Birtu Ingadóttur. Þá fengu fjögur afkvæmi Trymbils frá Stóra-Ási fullnaðardóm.
 
Efsti 4 vetra stóðhestur mótsins, Eldjárn frá Skipaskaga, er sonur Jarls frá Árbæjarhjáleigu II sem fékk einnig afkvæmaverðlaun en tvö afkvæmi í viðbót komu fram á einstaklingssýningum. Sjálfur tók Jarl þátt í A-flokki gæðinga. Þá komu tvö afkvæmi Lukku-Láka frá Stóra-Vatnsskarði komu fram m.a. Lukkudís frá Bergi sem var í 3. sæti í 6 vetra flokki.
 
Fimm afkvæmi Hrannars frá Flugumýri II komu fram á þ.á.m. stóðhestar sem urðu í 3. og 4. Sæti, þeir Viðar frá Skör og Neptúnus frá Garðshorni á Þelamörk. Sjálfur mætti Hrannar ásamt Eyrúnu Ýri Pálsdóttur til titilvarnar í A-flokki gæðinga en því miður lá hann ekki á skeiði í forkeppni. Eyrún reið hins vegar Sjóði frá Kirkjubæ í A-flokks úrslitunum, sem einnig hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Fjögur afkvæmi hans komu fram í kynbótasýningu og kemur Kveikur frá Stangarlæk þar aftur við sögu. Eitt afkvæmi Blæs frá Hesti kom fram í kynbótasýningu.
 
Mikill fjöldi knapa
 
Þeim fjölgar sem sýna hross á kynbótasýningum og það mátti glögglega sjá á Landsmóti, því fjöldi knapa hefur sjaldan verið jafn mikill.
 
Alls sýndu 54 knapar kynbótahross á Landsmótinu og var meðaltal hrossa á hvern knapa 4-5 hross. Árni Björn Pálsson sker sig þó nokkuð úr hópnum og sýndi langflest hross, eða 24 talsins.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...