Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Mynd / Tony Silva
Fréttir 8. júlí 2017

Ný páfagaukategund finnst í Mexíkó

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Ný tegund Amason páfagauks hefur verið staðfest af vísindamönnum. Nýlega birtist grein í tímaritinu PeerJ um tegundina Amazona gomezgarzai sem fuglaáhugamaðurinn Miguel A. Gómez Garza fann á Yugatán skaga í Mexíkó árið 2014. 
 
Fuglinn er um 25 cm hár og um 200 g að þyngd. Hann er grænn að lit með bláar vængfjaðrir og einkennandi rauðan blett á andliti. Hljóð fuglsins mun einnig vera sértækt, hátt, stutt og endurtekningarsamt. Þar að auki hermir hann eftir einum af sínum verstu óvinum, haukinum.
 
Vísindamennirnir leiða að því líkum að þessi háttur páfagaukanna sé aðferð þeirra við að hræða aðra fugla frá nærliggjandi trjám og afla sér þar með fæðu. 
 
DNA prófanir á páfagaukunum leiddi í ljós að tegundin þróast út frá hvítum Amason páfagauki (Amazona albifrons) sem voru innfæddir á svæðinu fyrir um 120.000 árum síðan.
 
Aðeins er talið að stofnstærð páfagauksins sé um 100 einstaklingar og er hann því þegar skilgreindur sem tegund í bráðri útrýmingarhættu. Flestallar villtar tegundir Amason fugla teljast í útrýmingarhættu en þeim stendur gríðarleg ógn af eyðingu regnskóga.
Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...