Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
ngunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, sem hafa opnað sæðingastöð á Syðri-Völlum rétt við Hvammstanga. Starfsemin fer vel af stað.
ngunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, sem hafa opnað sæðingastöð á Syðri-Völlum rétt við Hvammstanga. Starfsemin fer vel af stað.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 18. júlí 2023

Ný sæðingastöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, hafa opnað sæðingastöð fyrir hross á Syðri- Völlum rétt við Hvammstanga.

Þau segjast leitast við að bjóða upp á sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert. Einnig eru þau með stóðhesta á staðnum í sæðingum. Stöðin er opin í júní og júlí.

Allar merar þarf að ómskoða oft til að tímasetja egglos sem og staðfesta fang.

Ingunn og Pálmi stunda hrossarækt og vissu að eftirspurn væri eftir slíkri þjónustu á Norðurlandi. „Við höfum verið að fækka okkar hrossum og erum með mikið land sem við vildum nýta betur. Til að komast í að halda undir bestu og vinsælustu hestana voru sæðingar auðveldasta leiðin. Einnig vorum við að hugsa til framtíðar þar sem alltaf er að verða algengara að vinsælir, góðir stóðhestar séu í sæðingum og vildum við því geta boðið upp á þjónustu við hryssur og stóðhesta. Við erum með kjöraðstæður, með mikla og góða haga með rennandi fersku vatni í öllum hólfum. Dýralæknir er á staðnum allan sólarhringinn og mikið og gott eftirlit er með hrossunum,“ segir Ingunn.

Ingunn sér um allt sem við kemur sónarskoðunum, sæðingum og vinnslu á sæðinu en Pálmi sér um allt umstang með merar og stóðhesta.

„Fyrir hryssueigendur viljum við leitast við að geta boðið upp á að fá sent sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert, sem verið er að taka sæði úr hverju sinni. Mikið og gott eftirlit er með aðbúnaði mera og folalda. Stóðhesteigendum getum við boðið upp á að vera með hesta hér í sæðingum og einnig að sæða með þeirra hestum með aðsendu kældu sæði,“ segir Ingunn.

Þekktir stóðhestar

Hægt verður að fá sæði úr nokkrum þekktum stóðhestum hjá Ingunni og Pálma í ár.

„Þeir sem standa til boða eru Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, Fróði frá Flugumýri, Hrannar frá Flugumýri og Skýr frá Skálakoti. Okkar stóðhestur, Brynjar frá Syðri-Völlum, stendur einnig til boða. Þeir hestar sem verða staðsettir hér á Syðri-Völlum verða kynntir síðar,“ segir Pálmi og bætir við:

„Sumarið leggst mjög vel í okkur og erum við spennt að geta boði hryssueigendum upp á þann möguleika að geta nýtt sér þessa þjónustu hjá okkur. Pantanir fara vel af stað þó svo að við höfum enn þá ekki verið mikið að auglýsa.“

Skylt efni: sæðingarstöðvar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...