Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / ál
Fréttir 21. mars 2024

Ný stjórn bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var kosið í stjórn Bændasamtaka Íslands til næstu tveggja ára. Þar höfðu 63 búnaðarþingsfulltrúar framboðs- og atkvæðarétt.

Þau sem hlutu kjör voru Axel Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt; Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi á Egilsstöðum; Petrína Þórunn Jónsdóttir, svínabóndi í Laxárdal; Reynir Þór Jónsson, kúabóndi á Hurðarbaki; Sigurbjörg Ottesen, kúabóndi á Hjarðarfelli; og Eyjólfur Ingvi Bjarnarson, sauðfjárbóndi í Ásgarði.

Kosið var sérstaklega til varastjórnar og raðast varamenn eftir fjölda atkvæða. Fyrsti varamaður er Steinþór Logi Arnarsson, sauðfjárbóndi í Stórholti. Á eftir honum koma Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, eggjabóndi á Hranastöðum; Eydís Rós Eyglóardóttir, kjúklingabóndi á Vatnsenda; Jón Helgi Helgason, kartöflubóndi á Þórustöðum; og Björn Ólafsson, sauðfjárbóndi á Kríthóli.

Áður hafði Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð, verið kosinn sem formaður í almennri kosningu meðal allra félaga Bændasamtaka Íslands. Á Búnaðarþingi tók hann við embættinu af Gunnari Þorgeirssyni, garðyrkjubónda í Ártanga, sem hefur verið formaður síðastliðin fjögur ár.

Trausti Hjálmarsson tók við embætti formanns af Gunnari Þorgeirssyni.

Stjórnarmeðlimirnir Jón Örn Ólafsson, nautgripabóndi í Nýjabæ; Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi í Sveinbjarnargerði; og Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og viku því úr stjórn.

Á fyrsta fundi sínum skipti ný stjórn með sér verkum þar sem Herdís Magna var valin varaformaður.

Fráfarandi stjórnarmeðlimir, þau Jón Örn, Halldóra Kristín og Halla.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...