Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / ál
Fréttir 21. mars 2024

Ný stjórn bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var kosið í stjórn Bændasamtaka Íslands til næstu tveggja ára. Þar höfðu 63 búnaðarþingsfulltrúar framboðs- og atkvæðarétt.

Þau sem hlutu kjör voru Axel Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt; Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi á Egilsstöðum; Petrína Þórunn Jónsdóttir, svínabóndi í Laxárdal; Reynir Þór Jónsson, kúabóndi á Hurðarbaki; Sigurbjörg Ottesen, kúabóndi á Hjarðarfelli; og Eyjólfur Ingvi Bjarnarson, sauðfjárbóndi í Ásgarði.

Kosið var sérstaklega til varastjórnar og raðast varamenn eftir fjölda atkvæða. Fyrsti varamaður er Steinþór Logi Arnarsson, sauðfjárbóndi í Stórholti. Á eftir honum koma Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, eggjabóndi á Hranastöðum; Eydís Rós Eyglóardóttir, kjúklingabóndi á Vatnsenda; Jón Helgi Helgason, kartöflubóndi á Þórustöðum; og Björn Ólafsson, sauðfjárbóndi á Kríthóli.

Áður hafði Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð, verið kosinn sem formaður í almennri kosningu meðal allra félaga Bændasamtaka Íslands. Á Búnaðarþingi tók hann við embættinu af Gunnari Þorgeirssyni, garðyrkjubónda í Ártanga, sem hefur verið formaður síðastliðin fjögur ár.

Trausti Hjálmarsson tók við embætti formanns af Gunnari Þorgeirssyni.

Stjórnarmeðlimirnir Jón Örn Ólafsson, nautgripabóndi í Nýjabæ; Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi í Sveinbjarnargerði; og Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og viku því úr stjórn.

Á fyrsta fundi sínum skipti ný stjórn með sér verkum þar sem Herdís Magna var valin varaformaður.

Fráfarandi stjórnarmeðlimir, þau Jón Örn, Halldóra Kristín og Halla.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...