Ný stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins
Ný stjórn tók við Framleiðnisjóði landbúnaðarins 15. janúar.
Samkvæmt skipunarbréfi er nýr formaður stjórnarinnar Elín Aradóttir, bóndi, Hólabaki, Húnavatnshreppi. Aðrir í stjórn framleiðslusjóðs eru Eiríkur Blöndal, Jaðri, Borgarfirði, Jóhannes Ríkarðsson, Brúnastöðum, Fljótum, Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum og Sveinn Rúnar Ragnarsson, Akurnesi, Hornafirði.
Varamenn í stjórn eru Hanna Dóra Másdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnarsstöðum, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Straumi og Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi.
Í lögum um Framleiðnisjóð landbúnaðrins segir að stjórn Framleiðnisjóðs skuli skipuð fimm mönnum sem landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, einn samkvæmt tilnefningu ráðherra byggðamála og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður stjórnarinnar. Varamenn skal skipa með sama hætti.