Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfimi eru nú gerð skil í meira mæli og hægt að glöggva sig á eftirtektarverðum töktum í bridds og skák.

Björn Þorláksson er umsjónarmaður briddsþáttar en hann fylgist grannt með mótum sem fara fram víða um land á vegum Bridgesambands Íslands og tekur áhugaverða leikmenn gjarnan tali. Netfang Björns er bjornthorlaksson@gmail.com

Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Lyngbrekku, er umsjónarmaður skákþáttar. Hann er formaður skákfélagsins Goðans í Þingeyjarsýslu og er þar að auki þekkingarbrunnur. Hann rifjar upp athyglisverðar skákir, lesendum til yndis- auka. Netfang Hermanns er lyngbrekku@simnet.is

Þá mun Bændablaðið njóta krafta Bryndísar Sigurðardóttur á næstunni. Hún er reynslumikill blaðamaður sem rak m.a. fjölmiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði um árabil. Hún mun í sumar ferðast vítt og breitt um landið og taka hús á áhugaverðum viðmælendum. Netfang hennar er bryndis@yfirlit.is

Þau Bryndís, Björn og Hermann bætast í öflugan hóp einstaklinga sem leggja til hið fjölbreytta efni sem nálgast má í Bændablaðinu og við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa.

Landsmót hestamanna 2024
Fréttir 28. júní 2024

Landsmót hestamanna 2024

Landsmót hestamanna hefst á mánudag í Víðidal í Reykjavík. Ef frammistaða hrossa...

Samvinna bænda
Fréttir 28. júní 2024

Samvinna bænda

Bændur á starfssvæði Búnaðarsambandsins í Suður-Þingeyjarsýslu sameinuðust um áb...

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að ...

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks
Fréttir 27. júní 2024

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks

Úthlutun fyrsta fjárfestingastuðnings í kornrækt er gagnrýnd, m.a. fyrir að drei...

Léttur andi á Landsmóti
Fréttir 27. júní 2024

Léttur andi á Landsmóti

Þúsundir manna safnast saman annað hvert ár til að fagna íslenska hestinum á Lan...

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 27. júní 2024

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu

Þann 11. júní var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska ríkinu veg...

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðar...

Hundrað ný störf í Hornafirði
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þa...