Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Fréttir 15. júní 2022

Nýjar öryggiskröfur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sumar innleiðir Ísland nýja reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um framleiðslu á moltu og lífrænum áburði. Reglugerðin tekur gildi í ESB 16. júlí og miðar að grunni til að því að allar áburðarvörur skuli vera CE-merktar.

Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin breyti ekki reglum um notkun á dýraafurðum, eins og húsdýraáburði. „Hún setur fyrst og fremst öryggiskröfur varðandi áburð, bæði ólífrænan og lífrænan,“ segir Valgeir.

Allar vörur verði staðlaðar

Valgeir segir að ekki megi nota seyru né annað skólp til áburðar­ eða moltuframleiðslu samkvæmt nýju reglugerðinni.

„Hún gerir ráð fyrir að allar áburðarvörur á markaði þurfi að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð sérstaklega með þeim hætti að varan sé örugg, án óæskilegra efna eða örvera sem geta verið hættulegar mönnum, dýrum, plöntum og umhverfi,“ segir hann.

„Það er verið að gera umgjörð um verslun með áburðarvörur, hvort sem þær eru lífrænar eða ólífrænar, þannig að aðeins öruggar vörur séu á markaði. Það er verið að opna fyrir frjálst flæði þessara vara innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ bætir Valgeir við.

Valgeir tekur fram að aðeins megi nota sérflokkað efni til þessarar moltugerðar, einungis matarleifar og til dæmis gróðurleifar úr görðum – ekki blandað heimilissorp.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...