Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Toyota er með mest seldu tegundina af bílum í júlí, eða 260 selda fólksbíla.
Toyota er með mest seldu tegundina af bílum í júlí, eða 260 selda fólksbíla.
Mynd / MHH
Fréttir 25. ágúst 2021

Nýorkubílar eru 65,5% allra seldra nýrra fólksbíla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sala nýrra fólksbíla í júlí jókst um 16,9 % miðað við júlí í fyrra, en alls voru skráðir 1.730 nýir fólksbílar nú, en í júlí 2020 voru 1.480 nýir fólksbílar skráðir.

Í heildina eftir fyrstu sjö mánuði ársins hefur salan aukist um 37% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa selst 7.770 nýir fólksbílar samanborið við 5.673 nýja fólksbíla í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.

8,1% aukning til einstaklinga

Til einstaklinga seldust 499 nýir fólksbílar í júlí samanborið við 524 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 4,8% milli ára í júlí.

Það sem af er ári hafa selst 3.206 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var búið að selja 2.966 nýja fólksbíla sem þýðir aukningu í sölu til einstaklinga upp á 8,1% það sem af er ári.

Nýir bílar til fyrirtækja og bílar til ökjutækjaleiga

Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 119 nýja fólksbíla í júlí í ár miðað við að hafa keypt 184 bíla í júlí í fyrra.
Það sem af er ári hafa selst 1.097 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 1.027 nýir fólksbílar og er því aukning milli ára 6,8%.

Sala til ökutækjaleiga heldur áfram að aukast sé horft til síðastliðins árs og seldust 1.095 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 723 á sama tíma í fyrra en það er aukning upp á 51,5% miðað við júlí 2020.

Það sem af er ári hafa verið skráðir 3.386 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 1.585 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga tæplega 114%.

Nýorkubílar eru 65,5 % allra seldra nýrra fólksbíla það sem af er árinu 2021.

Nýorkubílar slá í gegn

Nýorkubílar (rafmagns, tengiltvinn, hybrid, metan) eru 65,5% allra seldra nýrra fólksbíla á árinu en hlutfall nýorkubíla heldur áfram að aukast jafnt og þétt enda er vöruúrval stöðugt að aukast með fleiri valkostum (rafmagn 19,2%, tengiltvinn 24,4% og hybrid 22%) en þetta hlutfall var í heildina 51,4% á sama tíma á síðasta ári.

Í júlí var Toyota mest selda tegundin með 360 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Kia með 331 seldan fólksbíl og þriðja mest selda tegundin í júlí var Hyundai með 193 fólksbíla skráða.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...