Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Davíð Ingi Baldursson.
Davíð Ingi Baldursson.
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi.

Davíð hefur þegar hafið störf og segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, starfið felast í almennum bústörfum. Á veturna þurfi að sinna gjöfum á þeim fjörutíu gripum sem einangrunarstöðin rúmar, á vorin þurfi að vakta burðinn og á sumrin séu kýrnar sæddar. Á hálfsmánaðar fresti séu gripirnir sem eru í einangrun vigtaðir og reglulega séu framkvæmdar sýnatökur á öllum gripum stöðvarinnar eins og reglugerð um innflutning erfðaefnis holdanauta gerir ráð fyrir. Sveinn nefnir að núna sé einangrunarstöðin tóm og þá sé keyrður út allur skítur og tækifærið nýtt til að þrífa og sótthreinsa hátt og lágt.

Davíð er uppalinn á Litla-Ármóti, sem er næsti bær við einangrunarstöðina. Hann er lærður húsasmiður og hefur starfað við þá iðn undanfarin ár. Þar að auki hefur hann sinnt afleysingum fyrir Nautís. Sveinn segir stjórn Nautís vænta góðs af störfum Davíðs, ásamt því sem það sé ótvíræður kostur að hann búi á Ármótsflöt sem sé í göngufæri frá einangrunarstöðinni.

Skylt efni: NautÍs

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...