Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Davíð Ingi Baldursson.
Davíð Ingi Baldursson.
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi.

Davíð hefur þegar hafið störf og segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Nautís, starfið felast í almennum bústörfum. Á veturna þurfi að sinna gjöfum á þeim fjörutíu gripum sem einangrunarstöðin rúmar, á vorin þurfi að vakta burðinn og á sumrin séu kýrnar sæddar. Á hálfsmánaðar fresti séu gripirnir sem eru í einangrun vigtaðir og reglulega séu framkvæmdar sýnatökur á öllum gripum stöðvarinnar eins og reglugerð um innflutning erfðaefnis holdanauta gerir ráð fyrir. Sveinn nefnir að núna sé einangrunarstöðin tóm og þá sé keyrður út allur skítur og tækifærið nýtt til að þrífa og sótthreinsa hátt og lágt.

Davíð er uppalinn á Litla-Ármóti, sem er næsti bær við einangrunarstöðina. Hann er lærður húsasmiður og hefur starfað við þá iðn undanfarin ár. Þar að auki hefur hann sinnt afleysingum fyrir Nautís. Sveinn segir stjórn Nautís vænta góðs af störfum Davíðs, ásamt því sem það sé ótvíræður kostur að hann búi á Ármótsflöt sem sé í göngufæri frá einangrunarstöðinni.

Skylt efni: NautÍs

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...