Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýr framkvæmdastjóri LS
Fréttir 20. júlí 2017

Nýr framkvæmdastjóri LS

Höfundur: Vilmundur Hansen
Unnsteinn Snorri Snorrason hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda í 50% stöðu. Svavar Halldórsson sinnir markaðsmálum áfram fyrir Icelandic Lamb ehf.
 
Unnsteinn Snorri sagði í samtali við Bændablaðið ekki búast við að miklar breytingar yrðu á starfi landssamtakanna við ráðningu hans. „Að minnsta kosti ekki til að byrja með. Fram til þessa hefur stór hluti starfs framkvæmdastjórans farið í markaðsmál en ég losna að mestu við það þar sem Svavar Halldórsson, fyrrum framkvæmdastjóri LS, sér nú alfarið um þau mál hjá Icelandic Lamb.“
 
Hagsmunamál í brennidepli
 
Að sögn Unnsteins verða hagsmunamál sauðfjárbænda og baráttan fyrir betri kjörum þeirra efst á dagskrá. „Við þurfum einnig að skoða félagsaðildina, efla greinina og vinna að framþróun innan hennar.“
 
Bóndi með blandað bú
 
Unnsteinn Snorri er bóndi á Syðstu-Fossum í Borgarfirði og rekur blandað bú með sauðfé og hross. Hann er menntaður bútæknifræðingur og starfaði um hríð hjá Bændasamtökunum sem landsráðunautur í byggingum og bútækni og hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við byggingarráðgjöf. Unnsteinn er í sambúð með Hörpu Sigríði Magnúsdóttur, saman eiga þau eins og hálfs árs dreng auk þess sem Harpa á sautján ára pilt. 
 
Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
 
Svavar Halldórsson, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, mun framvegis gegna fullu starfi sem framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Það er Markaðsráðs kindakjöts sem á Icelandic Lamb ehf. en tilgangur þess er fyrst og fremst markaðssetning og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar. 
Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...