Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýr framkvæmdastjóri LS
Fréttir 20. júlí 2017

Nýr framkvæmdastjóri LS

Höfundur: Vilmundur Hansen
Unnsteinn Snorri Snorrason hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda í 50% stöðu. Svavar Halldórsson sinnir markaðsmálum áfram fyrir Icelandic Lamb ehf.
 
Unnsteinn Snorri sagði í samtali við Bændablaðið ekki búast við að miklar breytingar yrðu á starfi landssamtakanna við ráðningu hans. „Að minnsta kosti ekki til að byrja með. Fram til þessa hefur stór hluti starfs framkvæmdastjórans farið í markaðsmál en ég losna að mestu við það þar sem Svavar Halldórsson, fyrrum framkvæmdastjóri LS, sér nú alfarið um þau mál hjá Icelandic Lamb.“
 
Hagsmunamál í brennidepli
 
Að sögn Unnsteins verða hagsmunamál sauðfjárbænda og baráttan fyrir betri kjörum þeirra efst á dagskrá. „Við þurfum einnig að skoða félagsaðildina, efla greinina og vinna að framþróun innan hennar.“
 
Bóndi með blandað bú
 
Unnsteinn Snorri er bóndi á Syðstu-Fossum í Borgarfirði og rekur blandað bú með sauðfé og hross. Hann er menntaður bútæknifræðingur og starfaði um hríð hjá Bændasamtökunum sem landsráðunautur í byggingum og bútækni og hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við byggingarráðgjöf. Unnsteinn er í sambúð með Hörpu Sigríði Magnúsdóttur, saman eiga þau eins og hálfs árs dreng auk þess sem Harpa á sautján ára pilt. 
 
Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
 
Svavar Halldórsson, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, mun framvegis gegna fullu starfi sem framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Það er Markaðsráðs kindakjöts sem á Icelandic Lamb ehf. en tilgangur þess er fyrst og fremst markaðssetning og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...