Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar
Fréttir 3. apríl 2024

Nýr vefur Loftslagsvæns landbúnaðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Búnaðarþingi setti Katrín Jakobsdóttir formlega í loftið nýja vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar.

Verkefnið, sem hófst árið 2020, er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Lands og skógar. Sextíu bú, sem stunda ýmist sauðfjárrækt, nautgriparækt eða útiræktun grænmetis, taka þátt og vinna að því að minnka sitt kolefnisspor.

Með því að fara á vefsíðuna loftslagsvaennlandbunadur.is eða rml.is/loftslagsvaenn-landbunadur er hægt að nálgast á einum stað fjölbreytt fræðsluefni fyrir bæði almenning og bændur. Þá voru settir saman bæklingar sem sýna með myndrænni framsetningu mismunandi leiðir í átt að minni kolefnislosun í landbúnaði.

Öll þátttökubúin eru merkt inn á Íslandskort og gefst fólki færi á að kynna sér hvert og eitt þeirra nánar. Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar, sagði í kynningu sinni á Búnaðarþingi að frá upphafi hafi markmiðið verið að segja sögu bændanna sem taka þátt.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...