Nýting jarðeigna ríkisins
Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt álykktun um að tryggja búsetu og landbúnað á sem flestum jörðum í eigu ríkis og kirkju.
Búnaðarþing 2016 leggur til að núverandi verklag og reglur um ráðstöfun jarða í eigu ríkis og kirkju verði endurskoðað.
Lagt er til að stjórn BÍ fylgi málinu eftir með samstarfi við kirkjuráð og fjármálaráðuneyti.
Við endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi verði höfð til hliðsjónar búsetuþróun í sveitum og styrking byggðar. Skilmálar er varða ábúð þurfa að stuðla að áframhaldandi búrekstri.