Nytjaplöntur framtíðarinnar
Verið er að gera tilraunir með ræktun um eitt hundrað nytjaplantna sem þekktar eru meðal ýmissa ættbálka og þjóðflokka í Afríku en ekki í almennri ræktun.
Í Afríku er að finna fjölda nytjaplantna sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum og margar þeirra eru einungir ræktaðar á afmörkuðum svæðum og því lítið vitað um gildi þeirra.
Rannsóknarstofnun í nytjaplöntum í Kenía hefur hleypt af stokkunum verkefni sem felst í að rækta um eitt hundrað þessara plantna með það í huga að kann gildi þeirra sem nytjaplöntur í stórum stíl í framtíðinni.
Meðal tegunda sem verið er að prófa er lítt þekktar tegundir af maís, hveiti og hrísgrjónum auk apabrauðstrés, köngulóaplöntu og tegundar sem kallast amarant. Allar þessar tegundir hafa lengi verið nytjaplöntur innfæddra en lítill gaumur gefinn í tæknivæddum landbúnaði.
Tilgangurinn með ræktuninni er að finna næringarríkar tegundir og framrækta þær áfram til aukinnar ræktunar. Rannsóknin er hluti af sístækkandi verkefni sem kallast Crops for the Future eða nytjaplöntur framtíðarinnar og er í samstarfi innfæddra, gróðurnytja og mannfræðinga.