Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áhættuflokkunarkerfið tekur til þeirra sem halda nautgripi, sauð- og geitfé, hross, svín, alifugla og loðdýr – og falla undir lögbundið eftirlit MAST.
Áhættuflokkunarkerfið tekur til þeirra sem halda nautgripi, sauð- og geitfé, hross, svín, alifugla og loðdýr – og falla undir lögbundið eftirlit MAST.
Mynd / BBL
Fréttir 12. janúar 2018

Nýtt áhættuflokkunarkerfi fyrir bændur tekið í notkun hjá MAST

Höfundur: smh
Í byrjun þessa árs tók Matvælastofnun í notkun nýtt áhættuflokkunarkerfi. Með kerfinu verður ákvörðuð tíðni eftirlits með frumframleiðslu matvæla og öðru dýrahaldi. Í kjölfarið verður tekin upp frammistöðuflokkun frumframleiðenda í landbúnaði.
 
Kerfið var kynnt hagsmuna­aðilum á opnum fundi Matvælastofnunar 2. nóvember síðastliðinn og var svo til umsagnar í desember síðastliðnum.
 
Jónína Þ. Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri samhæfingar hjá Matvælastofnun, hefur umsjón með áhættuflokkuninni. Spurð hvort kerfinu sé meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að aðbúnaðarvandamál komi upp hjá frumframleiðendum, eins og gerðist til að mynda í Brúneggjamálinu, segir hún að kerfið taki á samræmdu mati á þörf á eftirliti. „Kerfið mun ekki eitt og sér koma í veg fyrir að upp geti komið vandamál með aðbúnað eða umhirðu dýra. Kerfið er liður í að allt reglubundið eftirlit sé byggt á áhættumati og taki mið af frammistöðu eftirlitsþega. Kerfið hefur verið innleitt fyrir eftirlit Matvælastofnunar í matvæla- og fóðurfyrirtækjum á undanförnum árum og nú er verið að innleiða það á bændur. Þessu kerfi er ætlað að meta þörf á eftirliti á samræmdan hátt milli allra eftirlitsþega þannig að þunga eftirlitsins sé beint þar sem áhætta er mest og frammistaða verst.“
 
Frammistöðuflokkun að þremur árum liðnum
 
Jónína segir að bændur muni finna fyrir því að tíðni eftirlits með þeirra starfsemi breytist í kjölfar áhættuflokkunar og það verði markvissara. „Neytendur munu einnig njóta góðs af markvissara eftirliti með matvælaöryggi og dýravelferð. Að þremur árum liðnum mun frammistöðuflokkun taka gildi. Þá getur eftirlitstíðni aukist eða minnkað eftir því hvernig gengur að uppfylla kröfur löggjafar og uppfylla þannig skilyrði sem sett eru fyrir færslu milli frammistöðuflokka. Gera má ráð fyrir að niðurstöður úr frammistöðuflokkunarkerfinu geti orðið aðgengileg almenningi, en samkvæmt texta í frumvarpi um breytingar á lögum um matvæli sem kynntar voru síðastliðið sumar var ráðgert að ráðherra myndi ákveða með hvaða hætti frammistöðuflokkun yrði birt og hvort skýrslur yrðu birtar.“
 
Sem fyrr segir verður kerfið notað af Matvælastofnun til að meta eftirlitsþörf út frá áhættu starfseminnar og niðurstöðum úr eftirliti. Samkvæmt íslenskri löggjöf er Matvælastofnun skylt að haga tíðni opinbers eftirlits með dýravelferð og matvælaöryggi eftir áhættu. Kerfið tekur til þeirra sem halda nautgripi, sauð- og geitfé, hross, svín, alifugla og loðdýr – og falla undir lögbundið eftirlit MAST.
 
Áhættuflokkun sem unnið verður eftir hefur farið fram; annars vegar varðandi dýravelferð og hins vegar matvælaöryggi. Áhættuflokkar gefa ákveðna grunneftirlitstíðni. Aðrir þættir hafa áhrif á hver heildareftirlitstíðni verður og á það hversu marga eftirlitstíma þarf.
 
Þrír frammistöðuflokkar
 
Frammistaða verður flokkuð í flokkana A, B og C eftir fjölda og alvarleika frávika við einstök skoðunaratriði og hvernig staðið er að úrbótum. Þetta er að sögn Jónínu með líkum hætti og gert er varðandi frammistöðuflokkun fóður- og matvælafyrirtækja. 
 
Þeir sem standa sig vel fá minna eftirlit og þar með lægri eftirlitsgjöld, en þeir sem standa sig illa fá tíðara eftirlit og hærri eftirlitsgjöld. 
 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...