Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælaráð: Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri í efri röð, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá SI, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Í neðri röð eru Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus.
Matvælaráð: Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri í efri röð, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá SI, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Í neðri röð eru Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus.
Mynd / Birgir Ísleifur
Fréttir 22. júlí 2021

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa

Höfundur: Magnús Hreiðar Hlynsson

Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins (SI) hefur verið sett á laggirnar. Í ráðinu sitja Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu, sem er formaður ráðsins, Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus, Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI. Matvælaráð er vettvangur umræðu um stöðu matvælaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar ólíkra matvæla- og drykkjarframleiðenda innan Samtaka iðnaðarins. Matvælaiðnaður á Íslandi skapar 4,6% landsframleiðslunnar, sem eru ríflega 122 milljarðar króna og í greininni eru starfandi um 10.400 manns, sem er 5% af heildarfjölda starfandi í landinu. Nýja ráðið áformar í haust að efna til umræðu um stöðu íslenskra matvælaframleiðenda, helstu áskoranir og tækifæri í atvinnugreininni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...