Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælaráð: Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri í efri röð, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá SI, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Í neðri röð eru Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus.
Matvælaráð: Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri í efri röð, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá SI, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Í neðri röð eru Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus.
Mynd / Birgir Ísleifur
Fréttir 22. júlí 2021

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa

Höfundur: Magnús Hreiðar Hlynsson

Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins (SI) hefur verið sett á laggirnar. Í ráðinu sitja Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu, sem er formaður ráðsins, Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus, Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI. Matvælaráð er vettvangur umræðu um stöðu matvælaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar ólíkra matvæla- og drykkjarframleiðenda innan Samtaka iðnaðarins. Matvælaiðnaður á Íslandi skapar 4,6% landsframleiðslunnar, sem eru ríflega 122 milljarðar króna og í greininni eru starfandi um 10.400 manns, sem er 5% af heildarfjölda starfandi í landinu. Nýja ráðið áformar í haust að efna til umræðu um stöðu íslenskra matvælaframleiðenda, helstu áskoranir og tækifæri í atvinnugreininni.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...