Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plymouth Rock hænsnfuglar.
Plymouth Rock hænsnfuglar.
Mynd / localharvest.org
Fréttir 3. október 2022

Nýr hænsnastofn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verkefnið Hringrásarhænur í bakgörðum fékk styrk frá Matvælasjóði í flokki verkefna á hugmyndastigi. Styrkurinn verður nýttur til að standa straum af uppsetningu aðstöðu og innflutningi á eggjum hæna af kyni sem kallast Plymouth Rock.

„Í lok apríl sótti ég um leyfi til innflutnings hjá MAST,“ segir Alfreð Schiöth en afgreiðslan hefur dregist og leyfið ekki enn komið.

Styrkur úr Matvælasjóði

Schiöth hlaut nýlega 2,6 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði fyrir verkefni sem hann kallar Hringrásarhænur í bakgörðum. Alfreð, sem er alinn upp í sveit, auk þess að vera dýralæknir, þekkir mjög vel til hænsnahalds.

„Ég er búinn að koma mér upp útungaraðstöðu, sem bíður tilbúin eftir frjóvguðum eggjum þegar leyfi liggur fyrir. Hér er ekki um landnámshænur að ræða, heldur þyngri stofn sem gefur af sér bæði kjöt og egg og kallast Plymouth Rock. Einn af kostum stofnsins er að þær flögra ekki úr görðum sökum stærðar sinnar og eru rólegar,“ segir Alfreð, sem er búsettur á Akureyri. Þar hefur hann breytt gömlu hesthúsi í aðstöðu til útungunar og uppeldis.

Rólegar bakgarðshænur

Alfreð segir hænurnar lifa að miklu leyti á völdum lífrænum úrgangi, sem annars færi til spillis. „Það er þannig að hægt er að tala um hringrásarhænsn. Dýr sem eru hluti af hringrás heimilisins, gefa af sér egg og kjöt, samhliða því að auka fæðuöryggi og bæta hag heimilanna, sérstaklega núna með hækkuðu matvælaverði.

Ef allt gengur upp mun það verða aðgengilegra fyrir leikmenn að koma sér upp bakgarðshænum, sem eru rólegar og trufla ekki nágrannana, ásamt góðum leiðbeiningum og ráðum ræktanda,“ segir Alfreð, bjartsýnn á framhald verkefnisins.

Skylt efni: hænur

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...