Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Fréttir 6. september 2022

Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir hefjast í haust við byggingu á nýju 30 rúma hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði og á þeim að vera lokið árið 2024.

Um er að ræða viðbyggingu við eldra heimili, Skjólgarð, en þar eru nú 27 hjúkrunarrými, flest í tvíbýli. Framkvæmdin er annars vegar nýbygging upp á 1.400 fm að stærð og hins vegar breytingar á núverandi byggingu sem er 880 fm að stærð. Nýja hjúkrunarheimilið verður byggt á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Víkurbraut. Heilbrigðisráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður munu standa saman að byggingu hússins og breytingum sem gerðar verða á hluta eldra húsnæðis í tengslum við framkvæmdina. Áætlaður kostnaður við verkið eru tæplega 2,5 milljarðar króna. Verkefnið verður fjármagnað þannig að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar en Sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%.

Glaður bæjarstjóri

„Við erum í skýjunum. Að sjá til lands í svona mikilvægu baráttumáli er mikið gleðiefni en líka mikill léttir. Okkur svíður að vita til þess að gamla fólkið okkar skuli búa við aðstæður, sem eru engan vegin ásættanlegar og að hægvirkni og flækjustig stjórnsýslunnar skuli koma niður á þeim. En nú gleðjumst við og vonumst til að geta tekið fyrstu skóflustunguna fljótlega,“ segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri í Hornafirði.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...