Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Mynd / Kelsey Todd - Unsplash
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyrsta rekstrarári. Félagið hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.

Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2023 námu rekstrartekjur fyrirtækisins tæpum 598 milljónum króna en kostnaðarverð seldra vara voru rúmar 578 milljónir króna. Félagið greiddi laun fyrir starfsmann í 40% starfshlutfalli og annan rekstrarkostnað upp á um sjö milljónir króna. Eignir félagsins námu tæplega 75 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og eigið fé í árslok nam tæpum 1,7 milljónum króna.

Félagið og hlutafé þess er að fullu í eigu Birgis Karls Ólafssonar. Starfsemi Háahólma er skilgreind í ársreikningnum sem rekstur heildsölu. Ýmislegt bendir til þess að félagið sé milliliður í innflutningi Kaupfélags Skagfirðinga á kjöti sem fer beint í vinnslu Esju Gæðafæðis, dótturfélags KS, eins og fram kom í 13. tölublaði Bændablaðsins.

Á aðalfundi KS um mitt síðasta ár beindu félagsmenn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum og eftir það hefur Esja Gæðafæði ekki tekið þátt í útboðum á ESB- og WTO-tollkvótum á landbúnaðarafurðum.

Hins vegar selur Esja Gæðafæði enn erlent kjöt, sem fæst meðal annars í Sælkerabúðinni að Bitruhálsi, hvar Esja Gæðafæði er einnig til húsa.

Skylt efni: Háihólmi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...