Ófriður og veðrabreytingar ógna fæðuöryggi þjóða
Fæðuöryggi íbúa Austur-Afríku er víða ótryggt. Verðhækkun á korni og ófriður á svæðinu er helsta ástæða þessa. Stór hluti íbúa landa eins og Búrúndi, Úganda og Sómalíu þarf mataraðstoð til að halda lífi.
Ófriður í fjölda landa í austanverðri Afríku er þess valdandi að milljónir hafa misst heimili sín og möguleika á að stunda búskap sér til lífsviðurværis. Vegna skorts á mat hefur verð á honum víða margfaldast og svartamarkaðsbrask með matvöru er mikið.
Ræningjahópar ráðast á matvælaflutningalest hvort sem þær eru á vegum innlendra aðila eða erlendra hjálparstofnana. Minni úrkoma vegna veðrabreytinga hefur einnig leitt til uppskeruminnkunar og uppskerubrests. Á sama tíma og uppskerubrestur á korni leiðir til verðhækkunar dregur hann úr möguleikum fólks í Austur-Afríku til að afla sér matar.