Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Fréttir 27. ágúst 2019

Öll gögn kúabóndans í farsímanum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á síðasta ári stofnuðu sam­vinnufélög bænda í Noregi, Tine og Felleskjøpet, óháð tæknifyrirtæki fyrir bændur með það að markmiði að þróa stafrænar lausnir fyrir árangursríkari og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. 
 
Strax á þessu ári koma ný „öpp“ eða smáforrit á markað fyrir norska bændur með einfaldari skráningum og innsýn til að geta stöðugt bætt framleiðsluna. Á sama tíma ætlar fyrirtækið að þróa stafrænt vistkerfi fyrir aðila sem tengjast landbúnaði eins og birgðahaldara, vísindamenn og ráðgjafa. 
 
Öll gögn á einum stað
 
Öll gögn bóndans, hvort sem það er fyrir húsdýr, plöntur, tæki eða bókhald, á að safna í eitt forrit sem hægt er að stjórna frá farsíma og netbretti. Hugmyndin með fyrirtækinu er jafnvel að gera upplýsingar um norskan landbúnað að útflutningsvöru og áætla forsvarsmenn Mimiro að virði gagna úr norskum landbúnaði sé nálægt fjórum milljörðum íslenskra króna. 
 
Flæði upplýsinga
 
Nýjasta afurðin frá Mimiro er Eana Ku sem er tilboð fyrir norska kúabændur þar sem farsíminn er í fararbroddi. Í smáforritinu skiptast á upplýsingar frá fyrirtækjastjórnun mjólkursamlagsins Tine og Kukontrollen sem er kerfi fyrir kúabóndann til að halda utan um sínar upplýsingar. Með þessu móti hefur kúabóndinn allar upplýsingar í vasanum þar sem kerfin tala saman og því gerist upplýsingaflæðið sjálfvirkt. Mikil vinna hefur farið í tölvuöryggi við þróun á smáforritinu og þessari nýju lausn. Allt er dulkóðað á sama tíma sem allir gagnapunktar eru merktir á þann hátt að alltaf er hægt að rekja spor upprunalegs eiganda að gögnunum. 
 
 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...