Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Fréttir 27. ágúst 2019

Öll gögn kúabóndans í farsímanum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á síðasta ári stofnuðu sam­vinnufélög bænda í Noregi, Tine og Felleskjøpet, óháð tæknifyrirtæki fyrir bændur með það að markmiði að þróa stafrænar lausnir fyrir árangursríkari og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. 
 
Strax á þessu ári koma ný „öpp“ eða smáforrit á markað fyrir norska bændur með einfaldari skráningum og innsýn til að geta stöðugt bætt framleiðsluna. Á sama tíma ætlar fyrirtækið að þróa stafrænt vistkerfi fyrir aðila sem tengjast landbúnaði eins og birgðahaldara, vísindamenn og ráðgjafa. 
 
Öll gögn á einum stað
 
Öll gögn bóndans, hvort sem það er fyrir húsdýr, plöntur, tæki eða bókhald, á að safna í eitt forrit sem hægt er að stjórna frá farsíma og netbretti. Hugmyndin með fyrirtækinu er jafnvel að gera upplýsingar um norskan landbúnað að útflutningsvöru og áætla forsvarsmenn Mimiro að virði gagna úr norskum landbúnaði sé nálægt fjórum milljörðum íslenskra króna. 
 
Flæði upplýsinga
 
Nýjasta afurðin frá Mimiro er Eana Ku sem er tilboð fyrir norska kúabændur þar sem farsíminn er í fararbroddi. Í smáforritinu skiptast á upplýsingar frá fyrirtækjastjórnun mjólkursamlagsins Tine og Kukontrollen sem er kerfi fyrir kúabóndann til að halda utan um sínar upplýsingar. Með þessu móti hefur kúabóndinn allar upplýsingar í vasanum þar sem kerfin tala saman og því gerist upplýsingaflæðið sjálfvirkt. Mikil vinna hefur farið í tölvuöryggi við þróun á smáforritinu og þessari nýju lausn. Allt er dulkóðað á sama tíma sem allir gagnapunktar eru merktir á þann hátt að alltaf er hægt að rekja spor upprunalegs eiganda að gögnunum. 
 
 
 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...