Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum
Fréttir 15. október 2018

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum út af Seattle á norðausturströnd Bandaríkjanna eru farnar að hafa áhrif á stofnstærð. Þetta er eftirsótt fæða og notuð í lyf í Kína.

Nýlega var fyrirtæki í Seattle dæmt til hárrar sektar fyrir langvarandi ólöglegar veiðar og sölu á sæbjúgum út af strönd Washington-ríkisins. Upp komst um athæfið þegar fyrirtækið ætlaði að selja rúm hundrað tonn af ólöglega veiddum sæbjúgum til Kína. Talið er að ólöglegar veiða á sæbjúgum í hafinu út af Washington-ríki velti um tugum milljóna bandaríkjadala á ári.

Fyrirtækið sem um ræðir er leiðandi í veiðum, vinnslu og sölu á sæbjúgum í Bandaríkjunum og er talið að það hafi um margra ára skeið selt ólöglega veidd sæbjúgu til Kína.

Ginseng hafsins

Sæbjúga, eða hraunpussa eins og dýrið var í eina tíð kallað hér á landi, er vinsælt sem matur og í lyf í Kína og eftirsókn eftir þeim hefur verið að aukast og kvikindið stundum kallað ginseng hafsins. Hér á landi eru meðal annars framleidd hylki úr sæbjúgum sem eiga að verka gegn stirðleika í liðum. Auk þess sem sæbjúgu eru seld til Kína, bæði þurrkuð og frosin.

Ráðgjöf Hafró á Íslandi

Líkt og hér á landi eru veiðar á sæbjúgum við Bandaríkin bundnar í kvóta. Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar hér í samræmi við varúðarnálgun að afli á sæbjúga fiskveiðiárið 2018/2019 fari ekki yfir 1.731 tonn á skilgreindum veiðisvæðum; 644 tonn í Faxaflóa, 985 tonn við Austurland (norður; 245 t, suður; 740 t) og 102 tonn í Aðalvík. Jafnframt er lagt til að skilgreint veiðisvæði í Faxaflóa verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiðanna og að lokað svæði frá árinu 2010 verði opnað fyrir veiðum. Einnig er lagt til að veiðisvæði í Aðalvík verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiða, svo og veiðisvæði við Austurland sem verði jafnframt skipt upp í norður- og suðursvæði. Lagt er til að allar sæbjúgnaveiðar verði bannaðar á skelmiðum í Breiðafirði og veiðar utan skilgreindra veiðisvæða háðar leyfum til tilraunaveiða.

Skylt efni: veiðar | sæbjúga

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...