Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Margrét Runólfsdóttir og Guð­mundur Sigurhansson á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.
Margrét Runólfsdóttir og Guð­mundur Sigurhansson á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.
Mynd / Guðjón Hugberg
Fréttir 10. janúar 2019

ON hraðhleðsla á Flúðum liður í bættri þjónustu við ferðamenn

Það ríkti mikil tilhlökkun síðastliðinn föstudag þegar þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. 
 
Hlaðan stendur við Icelandair hótelið og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Það eru hjónin Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir sem eiga og reka hótelið og hafa gert síðan 2001.
„Við lítum fyrst og fremst á ON-hlöðuna sem bætta þjónustu við ferðamenn sem heimsækja svæðið, jú og auðvitað við íbúa hér í hreppnum og nærsveitum,“ segir Guðmundur.
 
„Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslum af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu. Hrunamannahreppur leggur mikla áherslu á eflingu umhverfismála og einn liður í þeirri vegferð er að ferðafólk eigi nú betur með að ferðast á vistvænum bílum um svæðið sem er í takti við sýn heimamanna,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.  
 
„Hér er margt að skoða og gríðarlega stór hluti ferðamanna á leið hér um. Það er sjálfsagt mál og ekki síst samfélagsleg ábyrgð okkar að bjóða upp á öfluga hleðslu fyrir þá sem huga að umhverfinu,“ segir Margrét. Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið, vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...