Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Um 25 manns á vegum félagsins tóku þátt í að koma ónýtum heyrúllum fyrir á svæði á Hófaskarðsleið þar sem til stendur að rækta upp land með því að gróðursetja tré og skjólbelti.
Um 25 manns á vegum félagsins tóku þátt í að koma ónýtum heyrúllum fyrir á svæði á Hófaskarðsleið þar sem til stendur að rækta upp land með því að gróðursetja tré og skjólbelti.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Fréttir 29. október 2019

Ónýtar heyrúllur nýttar til uppgræðslu á Hófaskarðsleið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er fyrsta skrefið í stóru verkefni og það tókst bara mjög vel,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi í Holti og oddviti í Svalbarðss­hreppi og félagi í Landgræðslufélagi Þistil­fjarðar. Um 25 manns á vegum félagsins tóku þátt í að koma ónýtum heyrúllum fyrir á svæði á Hófaskarðsleið þar sem til stendur að rækta upp land með því að gróðursetja tré og skjólbelti.
 
Ótíð síðsumars, rigning og kuldi hafði þær afleiðingar að um 230 heyrúllur eyðilögðust á bænum Syðri-Brekkum í Þistilfirði. Skaði af heymissi kom vissulega illa við bændur þar en bót í máli þótti að heyrúllurnar nýttust í þetta þarfa verkefni.
 
Stefán Eggertsson í Laxárdal og Gunnar Þóroddsson á Hagalandi fá sér kaffisopa.
 
 
Oft ófært vegna skafrennings
 
Sigurður Þór segir að lengi hafi verið rætt um að hefja uppgræðslustörf á kafla á Hófaskarðsleið, en þannig háttar til að vegurinn þar verður helst til of oft ófær vegna skafrennings sem þar verður við ákveðnar veður­aðstæður. Hugmyndin var að hans sögn að planta þar trjám og skjól­beltum í því skyni að reyna eftir mætti að draga úr skafrenningi og þar með ófærð á veginum. – „Það er til nokkurs að vinna ef vel tekst til,“ segir hann. 
 
Sveitarfélagið hefur árlega greitt um 100 þúsund krónur í Landbótasjóð og var ákveðið að sleppa því í ár og styrkja þetta verkefni í heimabyggð í staðinn. 
 
Um 230 heyrúllur eyðilögðust í bleytutíð síðsumars á bænum Syðri-Brekkum og voru þær nýttar til uppgræðslustarfa.
 
Góð lausn við að farga heyinu
 
Sigurður Þór segir að þegar sú staða var komin upp að bændur á Syðri-Brekkum sátu uppi með mikið magn ónýtra heyrúlla sem þeir þurftu með einhverju móti að farga hafi sá kostur að nýta þær til uppgræðslustarfa hugnast mönnum vel. 
 
„Við höfum rætt það undanfarin ár að það þurfi að hefjast handa við þetta verkefni á Hófaskarðsleið, landeigendur og Vegagerð hafa tekið þátt í umræðum og allir eru jákvæðir og vilja fyrir alla muni gera eitthvað, en einhvern veginn dróst það alltaf að byrjað væri á þessu,“ segir Sigurður. Menn séu því mjög kátir nú þegar þeim áfanga hefur verið náð að starfið er hafið.
 
„Þetta er líka mjög góð lausn til að farga heyinu og með þessu móti gerir það gagn,“ segir hann. Þátttaka var með ágætum, en um 25 manns mættu á staðinn, m.a. vörubíla- og vinnuvélaeigendur, verktakar sem tóku þátt í að flytja heyrúllur á staðinn og dreifa úr þeim.  

8 myndir:

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...