Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 25 manns á vegum félagsins tóku þátt í að koma ónýtum heyrúllum fyrir á svæði á Hófaskarðsleið þar sem til stendur að rækta upp land með því að gróðursetja tré og skjólbelti.
Um 25 manns á vegum félagsins tóku þátt í að koma ónýtum heyrúllum fyrir á svæði á Hófaskarðsleið þar sem til stendur að rækta upp land með því að gróðursetja tré og skjólbelti.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Fréttir 29. október 2019

Ónýtar heyrúllur nýttar til uppgræðslu á Hófaskarðsleið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er fyrsta skrefið í stóru verkefni og það tókst bara mjög vel,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi í Holti og oddviti í Svalbarðss­hreppi og félagi í Landgræðslufélagi Þistil­fjarðar. Um 25 manns á vegum félagsins tóku þátt í að koma ónýtum heyrúllum fyrir á svæði á Hófaskarðsleið þar sem til stendur að rækta upp land með því að gróðursetja tré og skjólbelti.
 
Ótíð síðsumars, rigning og kuldi hafði þær afleiðingar að um 230 heyrúllur eyðilögðust á bænum Syðri-Brekkum í Þistilfirði. Skaði af heymissi kom vissulega illa við bændur þar en bót í máli þótti að heyrúllurnar nýttust í þetta þarfa verkefni.
 
Stefán Eggertsson í Laxárdal og Gunnar Þóroddsson á Hagalandi fá sér kaffisopa.
 
 
Oft ófært vegna skafrennings
 
Sigurður Þór segir að lengi hafi verið rætt um að hefja uppgræðslustörf á kafla á Hófaskarðsleið, en þannig háttar til að vegurinn þar verður helst til of oft ófær vegna skafrennings sem þar verður við ákveðnar veður­aðstæður. Hugmyndin var að hans sögn að planta þar trjám og skjól­beltum í því skyni að reyna eftir mætti að draga úr skafrenningi og þar með ófærð á veginum. – „Það er til nokkurs að vinna ef vel tekst til,“ segir hann. 
 
Sveitarfélagið hefur árlega greitt um 100 þúsund krónur í Landbótasjóð og var ákveðið að sleppa því í ár og styrkja þetta verkefni í heimabyggð í staðinn. 
 
Um 230 heyrúllur eyðilögðust í bleytutíð síðsumars á bænum Syðri-Brekkum og voru þær nýttar til uppgræðslustarfa.
 
Góð lausn við að farga heyinu
 
Sigurður Þór segir að þegar sú staða var komin upp að bændur á Syðri-Brekkum sátu uppi með mikið magn ónýtra heyrúlla sem þeir þurftu með einhverju móti að farga hafi sá kostur að nýta þær til uppgræðslustarfa hugnast mönnum vel. 
 
„Við höfum rætt það undanfarin ár að það þurfi að hefjast handa við þetta verkefni á Hófaskarðsleið, landeigendur og Vegagerð hafa tekið þátt í umræðum og allir eru jákvæðir og vilja fyrir alla muni gera eitthvað, en einhvern veginn dróst það alltaf að byrjað væri á þessu,“ segir Sigurður. Menn séu því mjög kátir nú þegar þeim áfanga hefur verið náð að starfið er hafið.
 
„Þetta er líka mjög góð lausn til að farga heyinu og með þessu móti gerir það gagn,“ segir hann. Þátttaka var með ágætum, en um 25 manns mættu á staðinn, m.a. vörubíla- og vinnuvélaeigendur, verktakar sem tóku þátt í að flytja heyrúllur á staðinn og dreifa úr þeim.  

8 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...