Opið fyrir umsóknir
Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.
Þetta verður í fimmta sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóð, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.
Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum; Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi um allt að þrjár milljónir króna, Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu um allt að 30 m.kr., Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar um allt að 30 m.kr. og Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri um allt að 30 m.kr.
Úthlutað var fyrst úr sjóðnum árið 2020, þá hlutu 62 verkefni samtals 480 m.kr. Árið 2021 hlutu 64 verkefni styrki upp á alls 566,6 m.kr. Árið 2022 hlutu 58 verkefni samtals 584,6 m.kr. Í fyrra var úthlutað 577 m. kr. fyrir 53 verkefni.
Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar en tekið er við umsóknum í gegnum afurd.is.