Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð
Fréttir 30. mars 2022

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 593 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að íslensk matvælaframleiðsla eigi mikil sóknarfæri á komandi árum og þar gegni Matvælasjóður veigamiklu hlutverki.

Á tímum þar sem fæðuöryggi er okkur hugleikið er mikilvægt að styðja af fremsta megni við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Okkar takmark er að íslensk matvælaframleiðsla sé samnefnari fyrir sjálfbæra nýtingu, frjóa nýsköpun og fullunnin matvæli í hæsta gæðaflokki.

 

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:

  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd yfir í verkefni.
  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi, eru ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.
  • Fjársjóður styrkir sókn á markaði, hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér flokkana og handbókina vel áður en farið er í að vinna umsókn.

Handbók umsækjenda hefur verið endurskoðuð og allar umsóknir fara nú í gegnum Afurð sem er stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.

Umsækjendur geta sótt um hér.

Skylt efni: matvælasjóður

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...